• Orðrómur

„Ætli þetta séu skilaboð frá alheiminum?“ Anna og Hörður létu ekkert stoppa sig í þetta sinn

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Anna Margrét Einarsdóttir og Hörður Harðarson höfðu nokkrum sinnum stefnt á að gifta sig en þegar plönin brugðust í þriðja sinn voru þau lögð til hliðar. Það var svo í miðjum heimsfaraldri sem Anna Margrét fékk þá hugmynd að þau gætu gift sig sex dögum síðar, enda enginn að fara eitt eða neitt og þeirra nánustu gætu verið viðstaddir. Á tímabili fannst þeim líta út fyrir að almættið væri að prófa þau rækilega þegar jarðskjálftar, COVID og sóttkví urðu í vegi þeirra en að þessu sinni náði ekkert að stoppa þau og þau gengu í það heilaga 20. október á síðasta ári.

Blaðamaður hefur á orði að það kannski virki ekkert ferlega flókið að halda lítið brúðkaup á meðan lífið er frekar einfalt í þessu COVID-ástandi en það geti samt líka verið mjög flókið. Til dæmis geti fólk skyndilega lent í sóttkví. Anna Margrét segir hlæjandi að það mætti einmitt segja sem svo að almættið hafi hent í þau Hörð öllum mögulegu áskorunum á leiðinni í átt að brúðkaupinu. „Kannski var verið að athuga hvort við værum örugglega tilbúin til að taka þetta skref. Jarðskjálftar, COVID og sóttkví reyndu að stöðva okkur, en tókst ekki. Skipulagið gekk vel frá fimmtudegi fram á laugardag en þá fóru að renna á okkur tvær grímur. Vinkona mín sem ætlaði að farða mig veiktist á laugardeginum. Á mánudeginum, daginn fyrir brúðkaupið, lenti kokkurinn, sem ætlaði að sjá um veisluna, í sóttkví og það tók okkur allan mánudaginn að redda nýjum kokki. Sama kvöld bárust svo þau leiðinlegu tíðindi frá skóla yngsta sonar okkar að hann væri kominn í úrvinnslusóttkví og það þýddi að við værum öll komin í úrvinnslusóttkví. Við héldum nú að það væri eitthvert smámál en morguninn eftir, á sjálfan brúðkaupsdaginn, áttuðum við okkur á því að sú sóttkví væri eins og þessi venjulega og því mættum við ekki bjóða neinum heim.“

Hörður segir að þau hafi farið í að láta alla vita að líklegast yrði ekkert brúðkaup þann daginn en Anna Margrét segir að sér hafi dottið í hug að hringja í hjúkrunarfræðing og í skólann til að athuga hvort sóttkvínni yrði mögulega aflétt þennan dag. „Ég bar upp erindið, mjög aum, og sagði að mér lægi svolítið mikið á að fá staðfestingu á því að við værum laus úr sóttkví. Þau sögðu að við yrðum að bíða til hádegis í það minnsta, en þá myndu þau vonandi vita meira. Og viti menn! Klukkan 12:40 fengum við tölvupóst frá skólanum og okkur tjáð að sóttkví væri aflétt. Þá fór allt á fullt, í orðsins fyllstu merkingu. Þetta var bókstaflega eins og atriði úr bíómynd. Það var farið í að hringja í alla til að láta vita að við værum komin með grænt ljós á að halda brúðkaup. Þegar svo síðasta símtalið kláraðist reið yfir svakalegur jarðsjálfti. Ég sagði þá við verðandi eiginmanninn á þeim tíma: „Ætli þetta séu skilaboð frá alheiminum?“

- Auglýsing -

Viðtalið í heild má lesa í nýjasta tölublaði Vikunnar sem fæst á næsta sölustað.

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Elsta tímarit landsins um daglegt líf, tísku, menningu, mat og lífsstíl.

Tryggðu þér árs áskrift og fáðu vikuleg tölublöð á 832 kr. stykkið eða kauptu stakt blað á 1.795 kr.

- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Samfélagsleg sóun á hæfileikum kvenna

Þórey Vilhjálmsdóttir Proppé er einn eigenda ráðgjafarfyrirtækisins Empower sem sérhæfir sig í jafnréttismálum. Fyrirtækið hefur m.a. þróað...

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -