• Orðrómur

„Af hverju gerði enginn neitt?“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

„Einu sinni varð ég alveg ofboðslega reið þegar ég var að tala við einhvern um þetta yfir því hvers vegna í andskotanum enginn hefði tekið mig frá henni,“ segir Gréta Karen Grétarsdóttir sem prýðir forsíðu nýjustu Vikunnar. „Af hverju gerði enginn neitt? Það hefði getað sparað mér svo mikið „childhood trauma“. En þetta er bara svona og ég sætti mig við þau spil sem mér voru gefin, það er ekkert annað í boði.“

Gréta ólst upp hjá einstæðri móður sinni ásamt Ægi bróður sínum sem er átta árum eldri en hún og hann flutti snemma að heiman. Gréta segir móður sína hafa veitt sér gott atlæti, þrátt fyrir að hún hafi haft sinn djöful að draga, alkóhólisma.

„Mamma var sterk, gáfuð, skemmtileg, ákveðin, falleg, ofboðslega ástrík og hvetjandi,“ segir Gréta með hlýju í röddinni. „Hún var dugleg að segja mér að ég væri frábær og falleg og allt þetta. Þess vegna finnst mér svo skrýtið hvað ég hef sjálf alltaf efast um mig. Mamma var hörkudugleg og vann rosalega mikið, hún vann í banka og vann líka við að þrífa, en hún drakk mikið. Mínar minningar um mömmu snúa mikið að því að hún var alltaf í vinnunni eða að drekka. Eins yndisleg og hún var, þá var þetta hennar djöfull að draga. Hún var mjög veikur alkóhólisti og fyrir mig, sem var auðvitað bara barn, var þetta gríðarlega erfitt. Að mörgu leyti var ég eins og hennar umönnunaraðili, á meðan það hefði auðvitað átt að vera á hinn veginn. Ég tók líka að mér öll önnur hlutverk; trúðinn, fullkomna barnið, uppreisnarsegginn …“

- Auglýsing -

Lestu viðtalið í heild sinni í nýjustu Vikunni.

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Elsta tímarit landsins um daglegt líf, tísku, menningu, mat og lífsstíl.

Tryggðu þér árs áskrift og fáðu vikuleg tölublöð á 832 kr. stykkið eða kauptu stakt blað á 1.795 kr.

- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -