Af hverju heldur fólk fram hjá maka sínum?

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Sérfræðingar segja að það sé hægt að komast yfir framhjáhald. En af hverju í ósköpunum heldur fólk fram hjá maka sínum?

 

Hvers vegna halda karlmenn fram hjá?

Í rannsókn á framhjáhaldi voru karlmenn spurðir hvers vegna þeir hefðu haldið fram hjá konunum sínum. Svörin voru m.a. þessi:

„Við giftumst ung og mig langaði að vita hvernig væri að vera með öðrum konum.“

„Mér fannst ég hafa misst af öllu. Líf mitt var ekki eins og ég hafði gert mér í hugarlund að það yrði og mér leiddist og ég sá ekkert fram undan.“

„Konan mín var ekki opin fyrir því sem mig langaði að gera í rúminu. Ég varð því að leita annað.“

„Ég var langt að heiman og konan var skemmtileg. Mér datt aldrei í hug að konan mín kæmist að þessu.“

Hver vegna halda konur fram hjá?

Konur vorur spurðar sömu spurningar og þeirra svör voru m.a.:

„Það var öll spenna og gleði farin úr sambandinu. Við nöldruðum stöðugt hvort í öðru en ég var ekki tilbúin að skilja vegna barnanna. Þetta var mín leið til að fullvissa mig um að ég væri aðlaðandi og einhvers virði í augum annarra.“

„Frá upphafi vantaði eitthvað á milli mín og mannsins míns. Mér fannst ég aldrei ná að tengjast honum til fulls. Hann hélt mér í ákveðinni fjarlægð. Eftir þriggja ára hjónaband hélt ég fram hjá. Hann komst að því og við leituðum okkur hjálpar. Í dag eigum við mjög gott samband.“

„Frá upphafi vantaði eitthvað á milli mín og mannsins míns.“

„Þetta voru algjör mistök. Hann hafði verið í burtu lengi og ég var rosalega einmana. Vinnufélagi sýndi mér athygli og ég hef aldrei séð meira eftir neinu í lífinu.“

„Ég var ákveðin í að slíta sambandinu og þessi maður var skemmtilegur. Ég hugsaði með mér: Ef ég sef hjá honum verður ekki aftur snúið.“

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira