Áfallið reyndist blessun

Deila

- Auglýsing -

Hjördís Dalberg, Dísa, kynntist skuggahliðum sínum, ótta við álit annarra, tilhneigingu til að þóknast öðrum og kröfunni að virðast sterk og fela skömm við þá lífsreynslu að verða fyrir áfalli á háskólaárunum. Í kjölfarið ákvað hún að takast á við þessa þætti í fari sínu.

 

Í dag starfar Dísa sem hugarfarsþjálfi og hjálpar konum að hafa trú á sér og framkvæma út frá hjartanu. Í forsíðuviðtali við Vikuna segir Dísa meðal annars frá því hvernig áfallið eftir árásina reyndist í raun blessun.

Dísa kynntist manni á háskólaárunum þegar hún var í BA-námi í mannfræði og þýsku. Hún segir hann hafa verið mjög heillandi, jákvæðan og hvetjandi til að byrja með.

„Þegar ég lít til baka sé ég að það voru rauðu flöggin í sambandinu sem urðu á endanum til þess að ég sleit því eftir stuttan tíma. Nú átta ég mig á því að ég var með lágt sjálfsmat á þessum tíma og auðvitað var gaman að fá endalaust hrós og svona en þessu fylgdi líka stjórnsemi og neikvæðar athugasemdir þegar leið á sambandið. Þetta var ekki heilbrigt samband og ég vissi það, ég kem úr góðri fjölskyldu og vissi að hlutirnir væru ekki eins og þeir ættu að vera. Á þessum tíma gat ég samt ekki alveg sett fingurinn á það nákvæmlega hvað væri rangt í þessu öllu saman og svo fann ég líka alltaf afsakanir fyrir hann.“

„Þetta var ekki heilbrigt samband og ég vissi það…“

Dísa segir að innri röddin hafi fyrst reynt að segja henni að þetta væri ekki eðlilegt ástand en hún hafi ekki hlustað. Þó hafi komið að því að hún hafi ákveðið að slíta sambandinu þegar hún var nýflutt í stúdentaíbúð á jarðhæð í Reykjavík.„Þá byrjaði ballið,“ segir Dísa.

„Hann varð fyrir mikilli höfnun við sambandsslitin og þegar ég horfi til baka sé ég að hann hafði orðið fyrir höfnun áður sem hafði haft mikil áhrif á hann og skapað hjá honum mikið óöryggi. Hann fór að fylgjast með mér á kvöldin sem endaði svo með því að hann braust inn til mín um miðja nótt og réðst á mig.“

Viðtalið í heild sinni má lesa í nýjasta tölublaði Vikunnar.

Mynd / Hákon Davíð Björnsson
Förðun / Björg Alfreðsdóttir, alþjóðlegur förðunarfræðingur YSL á Íslandi
Hár / Eyrún á Skuggafall

Tryggðu þér áskrift að Vikunni í vefverslun

- Advertisement -

Athugasemdir