Miðvikudagur 10. ágúst, 2022
9.8 C
Reykjavik

Áfengið var búið að taka allt frá okkur

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, hefur lengi barist fyrir því að börn alkóhólista fái sálfræðiþjónustu á vegum borgarinnar, en sú tillaga hefur ekki hlotið hljómgrunn. Kolbrúnu er þetta hjartans mál enda þekkir hún sjálf afleiðingar þess að alast upp við alkóhólisma á sjálfsmynd og sjálfsmat barna. Hún segist hafa verið komin á fullorðinsár þegar hún loks fór að trúa því að hún gæti eitthvað og væri einhvers virði.

„Ég er yngst fjögurra systkina og þegar ég fæddist bjó fjölskyldan á Víðimel hjá móðurömmu í agnarsmárri þakíbúð“ segir Kolbrún beðin um að gera grein fyrir bakgrunni sínum. „Pabbi var þá byrjaður að byggja í Sólheimunum, var í góðri vinnu á Keflavíkurflugvelli og foreldrar mínir voru fólk sem átti mikla möguleika á að koma sér vel fyrir. Á yfirborðinu var allt slétt og fellt og fallegt, fjögur börn og foreldrar og föðuramma mín sem bjó hjá okkur síðar í Sólheimunum,  virkilega falleg mynd utanfrá séð. En alkóhólismi pabba var búinn að vera að þróast í töluverðan tíma um það leyti sem ég er að fæðast og smátt og smátt fór þessi fallega mynd að molna og það endar með því að pabbi missti allt út úr höndunum og foreldrar mínir skildu þegar ég var sex ára. Þá vorum við búin að vera að þvælast milli staða, búa heima hjá móðurömmu minni í annað sinn í einni kös. Áfengið var búið að taka allt frá okkur.“

Kolbrún segir föður sinn hafa verið góðan mann, hjálpsaman, ljúfan og rólegan,  en hann hafi oft verið ofbeldisfullur þegar hann drakk og það hafi hann tekið út aðallega á móður hennar.

„Ég vissi alltaf að pabba þótti mjög vænt um okkur systkinin en sjúkdómurinn alkóhólismi var bara búinn að taka hann“

Vikan kemur í verslanir í dag.

„Ég vissi alltaf að pabba þótti mjög vænt um okkur systkinin en sjúkdómurinn alkóhólismi var bara búinn að taka hann. Síðasta minning mín um pabba heima er að hann kemur heim fullur og reiður, sem við höfðum öll kviðið fyrir, meira að segja ég var hrædd þótt ég væri ekki eldri en þetta, þá fann maður alltaf þegar hættan steðjaði að,“ segir Kolbrún.

„Í þetta sinn réðist hann á mömmu og elsti bróðir minn, sem þá var fjórtán ára, sópar okkur systrunum inn í herbergi en ég kíkti fram því ég heyrði öskur og læti. Þá var bróðir minn að reyna að hjálpa mömmu og ég sá hann koma út úr sínu herbergi sínu og glíma við pabba til að reyna að hjálpa mömmu. Á endanum var pabbi borinn út í lögreglubíl. Eftir þetta hafði mamma með aðstoð bróður míns loks kjark til þess að skilja við hann. Við fluttum í eitt ár á Barónstíg en síðan tókst mömmu að kaupa þakíbúðina í hinum enda blokkarinnar sem móðuramma mín bjó í.“

Kolbrún er í opinskáu forsíðuviðtali við Vikuna sem kom út í dag og þar rekur hún söguna af uppvexti sínum í skugga alkahólismans, baráttunni við að fást til að trúa því að hún gæti orðið eitthvað, hjónaböndin þrjú, pólitíkina og drauma sína um að koma málum sem hún brennur fyrir í gegnum borgarstjórn.

- Auglýsing -

Kaupa blað í vefverslun

Mynd / Unnur Magna
Förðun / Harpa Rún Glad

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -