AFTUR tilnefnt til umhverfisverðlauna: „Endurvinnið eða deyið“

Deila

- Auglýsing -

Fatamerkið AFTUR er tilnefnt til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2019.

Íslenska fatamerkið AFTUR hefur hlotið tilnefningu til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2019 þar sem þemað er sjálfbær neysla og framleiðsla

AFTUR var stofnað árið 1999 með það að leiðarljósi að endurnýta textíl til hönnunar á tímalausum fatnaði út frá hugmyndafræðinni „slow fashion“. Slagorð AFTUR „endurvinnið eða deyið“ er í samræmi við tíðarandann núna þar sem einugis 500 grömm af hverju framleiddu tonnu af textíl eru endurseld.

Norðurlönd eru með stærstu neytendum heims þegar kemur að efnisfrekum varningi og þjónustu og markmið verðlaunanna er að heiðra snjöllustu og árangursríkustu verkefnin á Norðurlöndum sem leggja grunn að sjálfbærari framtíð.

Lestu nánar um tilnefningar til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2019 hérna.

- Advertisement -

Athugasemdir