• Orðrómur

Ágústa Ósk segir það gjarnan gleymast að gerandi burðist með erfiðar tilfinningar eftir framhjáhald

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Fjölskyldumeðferðarfræðingurinn Ágústa Ósk Óskarsdóttir lenti í miklu áfalli þegar haldið var framhjá henni og finnst mikilvægt að nýta sína eigin reynslu og menntun til þess að geta hjálpað öðrum á þeirra vegferð í lífinu. Hún leggur í starfi sínu sérstaka áherslu á að hjálpa einstaklingum, pörum og fjölskyldum í gegnum ýmis áföll á borð við framhjáhald, reynslu úr æsku, stjúptengsl, samskipti, kvíða, ótta við höfnun og skömm.

Ágústa segir það gjarnan gleymast að gerandinn burðist einnig með erfiðar tilfinningar í kjölfar framhjáhalds, sektarkennd og skömm. Auðvelt sé að dæma geranda í slíkum málum og algengt viðhorf til gerenda framhjáhalds sé að þeir séu á einhvern hátt óforbetranlegir, ef fólk hafi einu sinni haldið fram hjá sé við því að búast að sú hegðun endurtaki sig og best sé að forða sér úr slíku sambandi sem fyrst. Það sé hins vegar varasamur misskilningur, byggður á ótta og fordómum.

„Það er ekkert sem segir að þú munir endilega halda fram hjá aftur, hafirðu einu sinni gert það. Með einlægri sjálfsvinnu og ráðgjöf má komast að rót vandans og fyrirbyggja að hegðunin endurtaki sig. Svo má ekki gleyma því að framhjáhald getur verið gríðarlegt áfall fyrir gerandann, það er mikið skipbrot og getur haft mjög skaðleg áhrif á sjálfsmynd hans.“ Ágústa segist því leggja mikla áherslu á að pör leiti sér aðstoðar sem allra fyrst eftir að framhjáhald kemur upp í sambandinu og hún mælir með því að bíða helst með að taka ákvörðun um framhald sambandsins þar til að sú vinna hefur hafist.

- Auglýsing -

Er framhjáhald alltaf það sama og framhjáhald? Hvað með þá sem eru í föstu sambandi, giftir jafnvel en eiga sér viðhald?
„Aðstæður eru alltaf ólíkar og mikilvægt er að skoða hvert mál fyrir sig án þess að alhæfa um eitt eða neitt. Sannarlega skiptir þó máli hvort um er að ræða eitt skipti eða langvarandi, tilfinningalegt samband við aðra manneskju en makann. Í slíkum tilfellum flækjast málin dálítið og gerandinn þarf að taka ákvörðun um að enda annaðhvort sambandið við makann eða viðhaldið.

Lestu viðtalið í heild sinni í nýjasta tölublaði Vikunnar.

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Elsta tímarit landsins um daglegt líf, tísku, menningu, mat og lífsstíl.

Tryggðu þér árs áskrift og fáðu vikuleg tölublöð á 832 kr. stykkið eða kauptu stakt blað á 1.795 kr.

- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -