• Orðrómur

Ágústa Ósk um það sem geti jafnvel flokkast sem framhjáhald: „Rauða flaggið er feluleikurinn“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Fjölskyldumeðferðarfræðingurinn Ágústa Ósk Óskarsdóttir leggur í starfi sínu sérstaka áherslu á að hjálpa einstaklingum, pörum og fjölskyldum í gegnum ýmis áföll á borð við framhjáhald, reynslu úr æsku, stjúptengsl, samskipti, kvíða, ótta við höfnun og skömm. Henni finnst mikilvægt að nýta sína eigin reynslu og menntun til þess að geta hjálpað öðrum á þeirra vegferð í lífinu en hún hefur sjálf unnið úr margs konar lífsreynslu á markverðan hátt.

Telið berst að því hversu algengt framhjáhald er og hvernig spjall á Facebook geti jafnvel flokkast sem framhjáhald. Ágústa segist halda að hver einasti maður þekki einhverja hlið framhjáhalds, hvort sem fólk viðurkenni það eður ei. „Það getur verið allt frá daðri á samfélagsmiðlum í samband utan hjónabands. En rauða flaggið er feluleikurinn. Ef þú þarft að fela einhver samskipti fyrir maka þínum ætti það að gefa þér merki um að eitthvað sé ekki í lagi. Það er eðlilegur partur af mannlegu eðli að hafa tilfinningar og hrífast, en um leið mikilvægt að vera meðvitaður og átta sig á afleiðingum gjörða sinna.“

Ágústa segir að það sé einnig gott að spyrja sig hvort maður þurfi virkilega eitthvað utanaðkomandi „rush“ eða viðurkenningu. „Maður er alltaf að reyna að uppfylla eitthvað tóm með gjörðum sínum og þess vegna er svo mikilvægt að vera vakandi fyrir því hvernig maður virkar og af hverju, og taka ekki hugsunum sínum sem heilögum sannleik og trúa þeim, heldur spyrja hvers vegna maður sé að upplifa hlutina og hvaða afleiðingar það gæti haft á líf manns að hlýða þeim.”

- Auglýsing -

Viðtalið í heild má lesa í nýjasta tölublaði Vikunnar.

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Elsta tímarit landsins um daglegt líf, tísku, menningu, mat og lífsstíl.

Tryggðu þér árs áskrift og fáðu vikuleg tölublöð á 832 kr. stykkið eða kauptu stakt blað á 1.795 kr.

- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -