2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  „Áhættu fylgir oft hagnaður“

  „Ég er mikil félagsvera og glaðlyndur að eðlisfari,“ segir Ondřej Šmakal, forstjóri Kredia Group. „Ég veit fátt skemmtilegra en að ferðast og er mjög þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til að sjá mismunandi náttúrufegurð um allan heim. Að kynnast fólki frá mismunandi löndum og úr ólíkri menningu gefur mér mikla lífsfyllingu.“ Ondřej segist þrífast best með fólk í kringum sig og óttast mest að verða einmana. Hann er undir smásjánni að þessu sinni.

  Fullt nafn: Ondřej Šmakal
  Starfsheiti: Forstjóri Kredia Group.
  Aldur: 37
  Áhugamál: Þegar ég var 35 ára ákvað ég að uppfylla æskudrauminn minn og lærði flugmanninn. Að vera flugmaður er eitt af mínum aðaláhugamálum og þegar ég finn að ég þarf að slaka aðeins á og njóta þá flýg ég. Þegar vélin tekur á loft kemur yfir mig notaleg frelsistilfinning og einbeitingin fer algjörlega í flugið meðan á því stendur. Það er æðislegt.
  Á döfinni: Mín bíða mörg áhugaverð verkefni bæði í leik og starfi. Ég vinn á sviði fjármálatækni og það er mjög líflegur og hraður bransi þar sem er alltaf eitthvað nýtt að gerast og árið 2020 verður stórt hjá okkur. Persónulega er mitt stærsta komandi verkefni að klára loks húsaframkvæmdir sem hófust fyrir fimm árum. Ég get vart beðið eftir verklokum og þeirri tilfinningu að finna fyrir algjörri ró heima fyrir á nýja árinu.
  Hvað óttastu mest? Að verða einmana. Ég þrífst best með fólk í kringum mig.
  Býrðu yfir leyndum hæfileika? Ég held að allir séu með einhvern leyndan hæfileika og að þetta sé bara spurning um að uppgötva hann og leyfa honum að þróast. Minn er líklega helst sá að að ég á mjög auðvelt með að eiga samskipti við fólk. Kannski ekki svo leyndur hæfileiki þegar samskiptin eru hafin en alla vega vel falinn þangað til.

  „Ég stenst ekki að fljúga, ég hreinlega elska það.“

  Hver er mesta áhætta sem þú hefur tekið? Ég tek áhættur oft á dag, alla daga. Eitt af mottóunum mínum er að áhættu fylgir oft hagnaður og það á bæði við í leik og starfi. Því er um að gera að taka áhættur þar sem að það skilar oft jákvæðri niðurstöðu.
  Hver væri titillinn á ævisögunni þinni? Sæll í háloftunum.
  Hver myndi leika þig í bíómyndinni? Daniel Craig í James Bond karakternum. Flottur í tauinu, í góðu formi og mikill herramaður. Myndin væri einmitt sett upp í Bond-stíl og mikið væri ég nú sáttur við að heyra: „My name is Šmakal, Ondřej Šmakal.“ Það steinliggur.
  Hvaða þættir eru í uppáhaldi hjá þér þessa stundina? Crown á Netflix. Ég er búinn að horfa á allar þrjár seríurnar og þessi nýja er mjög áhugaverð og skemmtileg.
  Hvað geturðu sjaldnast staðist? Það eru nokkrir hlutir sem ég á erfitt með að standast og þar á meðal er Coke Zero. Ég vil meina að drykkurinn sé ávanabindandi. Ég stenst heldur ekki að fljúga, ég hreinlega elska það.
  Hvaða smáforrit er ómissandi? Fyrir mig eru það WhatsApp og greiningaforritið Power BI. Ég nota þau mikið i vinnunni til að eiga samskipti við samstarfsfólk og til að sjá niðurstöður viðskipta. Apple Wallet er líka algjör snilld og kemur sterkt inn til að borga og sýna brottfararspjöld á flugvöllum.
  Instagram eða Snapchat? Instagram á vinninginn allan daginn. Ég er mikill áhugamaður um tísku, góðan mat og fólk almennt og finnst virkilega gaman að skoða myndir af þessum áhugamálum mínum.
  Hvaða tjámerki (emoji) notarðu oftast?
  Ég nota emoji mikið enda nokkuð tilfinningaríkur maður. Emoji bætir miklu við ritaðan texta og það segir mikið þegar maður setur til dæmis broskall, þumal eða hjarta í skilaboð. Fín leið til tjáningar. 😊 👍 ❤️

  Mynd / Aðsend

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is