2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Nokkrar bækur sem gaman er að grípa í

  Bækur eru ævinlega góð afþreying og notaleg leið til að gleyma sér meðan dagsbirtan varir stutt. Hér eru nokkrar sem gaman er að grípa í.

   

  Ævisaga en ekki höfundar

  Staða pundsins eftir Braga Ólafsson segir sögu ekkjunnar Möddu og Sigvins, sonar hennar. Hún er atvinnulaus og er að missa íbúðina sína og dettur í hug að fara með soninn í ferðalag til Englands að heimsækja gamlan vin eiginmanns síns.

  Stærstur hluti sögunnar gerist árið 1976 en lesandinn fær einnig innsýn í hjónaband Möddu og Sigurvins eldra og loks kemur að því að haldið er af stað í ferðina miklu. Höfundur flakkar fram og aftur í tíma en honum er einstaklega lagið að draga upp myndir af áhugaverðum en mjög sérstæðum persónum sem eru engu að síður fullkomlega trúverðugar í samhengi sögunnar. Útg. Bjartur

  AUGLÝSING


  Staða pundsins

  Mörkin milli veruleika og tilbúins heims

  Mislæg gatnamót eftir Þórdísi Gísladóttur er safn ljóða þar sem skoðað er hvernig veruleiki okkar stangast á við þær glansmyndir eða ímyndir sem birtast okkur í fjölmiðlum, kvikmyndum og eigin hugarheimi. Væntingar um hvernig grannkonan hugsar eða munurinn á venjulegri manneskju og fólkinu í kvikmyndunum flækjast stundum fyrir okkur.

  Lífið er ekki sanngirnisvottað en stundum gleymist það og menn reyna að finna leið til að innheimta það sem því finnst heimurinn skulda sér. Þetta er áhugaverð bók, vel unnin og sum ljóðin skemmtilega ögrandi. Útg. Bjartur

  Mislæg gatnamót

  Heillandi hrollvekja

  Þegar óttinn liggur í loftinu gerist fyrr eða síðar eitthvað hræðilegt. Þetta þekkja flestir úr hryllingsmyndum þegar umhverfið, tónlistin og aðstæður persóna gefa allar í skyn að eitthvað slæmt sé á næsta leiti. Þannig er Bjargfæri eftir Samöntu Schweblin uppbyggð. Strax á fyrstu blaðsíðu veit lesandinn að eitthvað hræðilegt hefur hent Amöndu.

  Hún liggur fyrir dauðanum á sjúkrahúsi og David situr hjá henni. Hann spyr hana spurninga og saman reyna þau að finna út hvað kom fyrir. Bókin er einkar vel skrifuð og spennan byggist upp jafnt og þétt. Útg. Sæmundur

  Bjargfæri

  Smásögur frá Afríku

  Það var einkar gott framtak hjá Bjarti að safna saman smásögum heimsins og gefa út á bókum. Sú nýjasta er safn sagna frá Afríku. Þetta er fjölbreytt safn með sögum eftir jafnt hvíta sem þeldökka höfunda. Nefna má Nadine Gordimer, Nóbelsverðlaunahafann J.M. Coetzee, Ondjaki og Ousmane Sembéne. Útg. Bjartur

  Smásögur frá Afríku

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is