Ákveðin í að nota þjáningarfulla reynslu til góðs

Deila

- Auglýsing -

Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir komst heldur betur í sviðsljósið þegar hún sendi frá sér bókina Samskiptaboðorðin árið 2016.

Í bókinni notar hún eigin reynslu til að undirstrika mikilvægi góðra samskipta og segir viðbrögðin hafa verið betri en hún þorði að vona. Hún vinnur nú að skrifum á bók um einmanaleika auk doktorsritgerðar og fyrirlestra- og námskeiðahalds um Samskiptaboðorðin. Hún segir dauða föður síns, sem svipti sig lífi árið 2005, hafa sýnt sér að það skipti miklu máli að nota áföllin í lífinu til að hjálpa öðrum. Í einstaklega áhrifamiklu forsíðuviðtali við Vikuna fá lesendur innsýn inn í hugarheim sannrar hugsjónakonu.

Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir segir sína sögu í forsíðuviðtali við Vikuna. Mynd / Unnur Magna

Auk hennar eru í blaðinu Albert Eiríksson sem um þessar mundir ferðast með eiginmanni sínum Bergþóri Pálssyni og tæplega 97 ára gömlum tengdaföður, Páli Bergþórssyni um landið. Þeim er einstaklega lagið að finna áhugavert fólk og góðan mat.

Þorbjörg Friðriksdóttir þurfti eftir slys að hægja verulega taktinn í lífi sínu og rekur nú gistiheimili í Hveragerði.

Vikan prófar líka að ferðast um íslenska náttúru á fjórhjóli, skoðar tárablómin í garðinum og hver munurinn er á svikahröppum kvikmyndanna og raunveruleikans.

Þetta er einstaklega magnað tölublað af Vikunni og við mælum með því að taka það með í ferðlög innanlands. 

Einstaklega spennandi og áhugavert efni og svo er alltaf svo margt fleira fjölbreytt og skemmtilegt í hverri Viku.

Kaupa blað í vefverslun

- Advertisement -

Athugasemdir