2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Allir út í sumar

  Flest viljum við njóta útiveru eins mikið og hægt er að sumrinu.

  Sumir vinna í garðinum, aðrir fara í gönguferðir og enn aðrir sigla. Aðferðirnar eru jafnmargar og mennirnir en hvað getur dregið rólegu innipúkana út úr dyrunum? Jú, notalegir sólstólar og góð bók  Ef fjallgöngur freista þín ekki og hrossalykt vekur þér velgju, komdu þér þá fyrir í góðu skjóli undir húsvegg á mjúkum og þægilegum sólbekk og að sjálfsögðu er jafnvel enn betra að lesa Mannlíf utandyra en innandyra.

  Gengið í skrúðgörðum

  Á hverju ári er ástæða til að minna fólk á skrúðgarðana á höfuðborgarsvæðinu. Hljómskálagarðurinn, Grasagarðurinn í Laugardal, Hallargarðurinn við Fríkirkjuveg og Hellisgerði í Hafnarfirði eru hver öðrum yndislegri. Í Grasagarðinum er að finna mikið úrval íslenskra jurta auk dásamlegra garðblóma og þar má hvíla sig á kaffihúsinu Flórunni. Hallargarðurinn og Hljómskálagarðurinn eru í næsta nágrenni við Listasafn Íslands og gott að nota tækifærið og skoða sumardýrðina í görðunum um leið og listaverkin á Listasafninu eru skoðuð.

  Svo má hvíla lúin bein í kaffistofu Listasafnsins. Bonsai-trjágarðurinn í Hellisgerði er mjög sérstakur og skemmtileg viðbót við fallegan gróðurinn í þessum einstaka hraungarði og á Súfistanum í Strandgötu er einstaklega gott kaffi.

  Lestu meira

  Engar færslur fundust.

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is