Föstudagur 29. mars, 2024
2.8 C
Reykjavik

„Allt breyttist þegar ég fór að vera ég sjálf“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fanney Dóra Veigarsdóttir er ein af stærstu samfélagsmiðlastjörnum Íslands. Þrátt fyrir að glansmyndin á Instagram sýni hana sem brosandi, hamingjusama unga konu á Fanney Dóra margra ára baráttu við kvíða og þunglyndi að baki. Hún hefur notað hreyfingu og heilbrigðan lífstíl sem verkfæri til að takast á við erfiða daga og hefur náð frábærum árangri.

Fanney er miðjubarn í hópi fimm systkina og er fjölskyldan afar samheldin. Hún ólst upp á Ísafirði en hefur búið í Reykjavík undanfarin ár. Fanney útskrifaðist sem förðunarfræðingur árið 2015 og hefur getið af sér gott orðspor. Hún tekur að sér að farða fyrir ýmis tilefni, auk þess sem hún kennir sem gestakennari í Reykjavík MakeUp School. Nýverið fékk hún það verkefni upp í hendurnar að vera „brand ambadassor“ fyrir snyrtivörurisann Maybelinne.

Það má því með sanni segja að Fanney Dóra hafi í nógu að snúast, en hún hefur einnig starfað á leikskóla undanfarin 3 ár og finnur sig vel í því starfi.

Stolt af því að kalla sig áhrifavald

Þegar vinnudeginum á leikskólanum líkur tekur annar, ólíkur heimur við hjá Fanney. Samfélagsmiðlaheimurinn. Þúsundir fylgjenda fylgjast með henni á hverjum einasta degi á Snapchat, auk þess sem hún heldur úti virku bloggi, er á Instagram, Youtube og Twitter. „Í raun er ég stolt af því að kalla mig áhrifavald, þrátt fyrir að mörgum finnist það kjánalegt. Íslendingar eru svolítið svoleiðis, þeir elska að gera lítið úr því sem aðrir gera vel. En mér er alveg sama. Ég er áhrifavaldur þar sem ég er fyrirmynd.“ segir hún.

Mynd / Aldís Pálsdóttir

Það er ekki að ástæðulausu sem Fanney Dóra segist vera fyrirmynd. Undanfarna mánuði hefur hún farið í djúpa sjálfskoðun og gert allt sem í sínu valdi stendur til að sigrast á vanlíðan sem hrjáði hana í mörg ár. Hún var komin á þann stað að kvíði og þunglyndi stjórnuðu lífi hennar og sjálfstraustið var í molum. Hún hefur talað mjög opinskátt um þessa baráttu sína á samfélagsmiðlum og markvisst unnið að vegferð sinni að betra lífi og auknu sjálfstrausti. Fanney rifjar upp augnablik sem hún segir hafa verið eitt það besta í sínu lífi.

„Ég var að vinna í verslun í Kringlunni þegar kona kemur inn með dóttur sína. Hún fer að tala við mig og segir mér að hún væri ekki viss um að dóttir hennar væri á lífi í dag ef ekki væri fyrir mig. Í alvöru, ég get ekki talað um þetta án þess að fá gæsahúð,“ segir hún og heldur áfram.

„Í raun er ég stolt af því að kalla mig áhrifavald, þrátt fyrir að mörgum finnist það kjánalegt.“

- Auglýsing -

„Svona fyrirmynd er það sem sem ég hefði þurft þegar ég var yngri, þegar ég hélt að eina leiðin út þegar manni liði svona illa væri að skaða sjálfa sig. Eins mikið og ég hef alltaf verið hreinskilin og til dæmis sagt mömmu og pabba allt, þá vildi ég ekki að neinn vissi hversu illa mér leið í raun og veru. Ég var svo góð í að setja upp andlit.“

„Svo ef fólk vill líta á mig sem snappara sem er bara að mála sig eða að fá fríar vörur, þá get ég að minnsta kosti bent þeim á það að það hafi verið mér að þakka að einhver fór til læknis og leitaði sér hjálpar.“

Ég er ekkert að segja fólki að vera kaupa eitthvað dót, heldur er ég að tala um hvernig okkur líður og hvernig við getum verið besta útgáfan af okkur sjálfum. Þess vegna er ég áhrifavaldur.“

- Auglýsing -

Fanney Dóra prýddi 19. tölublað Vikunnar árið 2018. Í viðtalinu ræðir hún um áreitið sem fylgir samfélagsmiðlaheiminum, hvernig hún notar líkamsrækt til að takast á við kvíða og þunglyndi, og hvernig allt breyttist þegar hún tók ákvörðun um að vera hún sjálf.

Myndir / Aldís Pálsdóttir
Förðun / Perla Kristín Smáradóttir
Fatnaður / Vero Moda og Vila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -