2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Allt léttara og öðruvísi í Hólminum

  Unnur Steinsson tók sig upp og flutti með eiginmanni sínum og dóttur frá Reykjavík til Stykkishólms þar sem hún rekur nú hótel Fransiskus í húsnæði sem kaþólska kirkjan í Stykkishólmi notaði áður fyrir dagvistun barna og íbúðir klausturs Fransiskussystra.

  Unnur varð landsþekkt þegar hún var kjörin fegurðardrottning Íslands árið 1983 og segir kjaftasögur um sig ekki hafa farið fram hjá sér en hún hafi alltaf látið þær sem vind um eyru þjóta.

  Unnur er í forsíðuviðtali í nýjustu Vikunni og talar þar um hversu vel lífið úti á landi á við hana. Margur telur sig þekkja og vita allt um þá sem eru opinberar persónur en það er ekki endilega svo.

  Unnur er í forsíðuviðtali í nýjustu Vikunni.

  AUGLÝSING


  Í blaðinu er líka litið inn í Narfeyrarstofu og spjallað við hjónin, Steinunni Helgadóttur og Sæþór Þorbergsson. Berglind Svavarsdóttir listakona segir frá lífinu á Ítalíu og hvernig náttúran tók að lauma sér inn í verkin hennar.

  Hera Grímsdóttir er forseti iðn- og tæknideildar háskólans í Reykjavík en stefndi alls ekki á nám á því sviði þegar hún var yngri. Fjallað er um hvernig hægt er að þrauka þegar illa gengur, tónlistarmanninn George Ezra og tilfinningalegt sjálfstæði.

  Þetta og ótalmargt fleira áhugavert í nýrri og spennandi Viku sem kemur í verslanir á morgun.

  Kaupa blað í vefverslun

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is