Alltaf tilbúin í einhverja ævintýramennsku

Deila

- Auglýsing -

Chanel-drottninguna Grétu Boða þekkja margir, enda hefur hún í mörg ár kynnt vörur fyrirtækisins fyrir Íslendingum. En hún er einnig afbragðsknapi, reiðkennari, hárkollu- og förðunarmeistari og vinnur við höfuðbeina- og spjaldhryggsjöfnun. Gréta er auk þess með eindæmum lífsglöð og tekur á öllum lífsins uppákomum af ótrúlegu æðruleysi. Þegar eiginmaður hennar greindist með alvarlegt krabbamein var útlitið svart.

„Svo við settumst við eldhúsborðið þegar við komum heim og settum niður á blað jarðarförina hans. Maður gerði bara ráð fyrir því versta.“

Þessi gerð krabbameins var eiginlega dauðadómur á þeim tíma en hið ótrúlega gerðist. Gréta segir frá þessum átakamiklu tímum, ótrúlegum ævintýrum sínum við tökur á kvikmynd á Grænlandi og mörgum fleiri skemmtilegum uppákomum í forsíðuviðtali við Vikuna sem kemur í verslanir á morgun.

Gréta prýðir forsíðu nýjustu Vikunnar. Myndir / Hákon Davíð

Þar er einnig talað við Önnu Dís Ólafsdóttur um áhugaverða heimildakvikmynd hennar um Guðríði Þorbjarnardóttur þá víðförlu konu, spjallað við vinkonurnar Maríu Ólafsdóttur og Emmu Björgu Eyjólfsdóttur um hlaðvarpið Andvarp.

Vikan spurði líka fjórar konur þann stuðning sem þær hafa notið frá öðrum konum og hvers virði fyrirmyndir séu. Það kom í ljós að mjög margar höfðu horft til Vigdísar Finnbogadóttur fyrrum forseta sem nýlega átti níræðisafmæli.

Að auki er fjallað um falleg brúðkaup, Jean Seberg, leikkonuna sem FBI ofsótti, sagt frá fallegum vorboða í garðinum og margt fleira fróðlegt og skemmtilegt.

Þetta er sumarleg Vika, fyrirtaks sumargjöf fyrir sjálfan sig og fyrirmyndirnar í þínu lífi. Blaðið kemur í verslanir á morgun, fimmtudag.

Kaupa blað í vefverslun

- Advertisement -

Athugasemdir