Áminningar, markmiðsetningar og minningar í einni bók

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Allt frá því að menn fóru fyrst að draga til stafs hafa verið til dagbækur í einhverju formi. Færð hafa verið rök fyrir því að hellamálverk hafi gegnt þeim tilgangi að skrá veiði og gengi síðasta árs og annálaritarar miðalda lögðu gjarnan út af þeim atburðum sem þeir sögðu frá öðrum til lærdóms og varnaðar.

 

Dagbókarritarar hafa skilað sumum að stærstu perlum bókmenntasögurnnar og formið er vinsælt þegar skrifaðar eru skáldsögur. Þrátt fyrir tölvuvæðingu heldur dagbókin velli og menn flykkjast í bókabúðir til að kaupa sér nýja um hver áramót.

Myndir Bjargar eru einstaklega litríkar og fallegar.

Það er eitthvað spennandi við það að opna nýja dagbók, sjá að hver dagur er óskrifað blað og vita að maður hefur frelsi til að fylla það á hvern þann hátt sem hentar manni best. Sumir færa dagbók í tölvunni en þar sem rannsóknir sýna að manneskjan þjálfar aðra hluta heilans þegar hún handskrifar en þegar slegið er á takkaborð er vel þess virði að kaupa fallega bók með línustrikuðum blöðum og byrja að færa inn hápunkta dagsins.

Tilbúnar dagbækur eru einnig orðnar svo fjölbreytilegar og skemmtilegar að þær eru í raun nóg. Tíminn minn, dagbókin eftir Björgu Þórhallsdóttur er til að mynda full af góðum áminningum og verðmætum orðum að hafa með sér út í daginn. Á hverri síðu er eiganda hennar gefið færi á að fylla út drauma sína, hugsanir, ígrundanir um hið góða og hitt sem miður fer á hverjum degi.

Myndir Bjargar eru einstaklega litríkar og fallegar og til þess fallnar að blása mönnum skáldaanda í brjóst svo ekki er verra að skjóta inn einu og einu ljóði.

Dagbók Munum 2020 gefur gott færi á að setja sér markmið, brjóta leiðina að þeim niður í skref, marka síðan ferilinn og fagna þegar markinu er náð. Hver vika byrjar á tilvitnun eða spakmælum sem hvetja menn áfram ef viljinn er tekinn að dala. Þessi bók er því mjög handhæg fyrir þá sem strengt hafa áramótaheit og ætla sér lengra á þessu ári en í fyrra.

Heimspeki á skrifborðinu

Árið mitt 2020 eftir Áslaugu Björtu Guðmundardóttur gefur eigandanum á hinn bóginn færi á að velta fyrir sér hvað sé innihaldsríkt líf.

Um allar Dagbækur má segja að þær séu góð kaup.

Hann getur markvisst unnið að því að losa sig við það sem heldur aftur af honum og bætt við meiru af því sem gleður og byggir upp. Það er frelsandi að einfalda líf sitt en Árið mitt 2020 á það sameiginlegt með Tímanum mínum og dagbók Munum að vera sjálfsræktarbók öðrum þræði.

En í stað þess að lesa um heimspeki annarra og lykla að lífshamingju er fólki gefið færi á að skapa sína eigin. Vinna með hugarfar sitt og venjur á öllum sviðum lífsins.

 Um allar Dagbækur má segja að þær séu góð kaup.

Taktu markviss skref til einfaldara og innihaldsríkara lífs!

Um allar dagbækur má segja að þær séu góð kaup. Flestir þurfa á því að halda nú á dögum að skrá hjá sér verkefni, fundi og pantaða tíma því annars myndu flestir gleyma einhverju. Hraðinn er mikill og flestir hafa nóg á sinni könnu. Þegar að auki gefst færi á að víkka skilning sinn á sjálfum sér og heiminum er sannarlega til mikils að vinna.

Það er eitthvað spennandi við það að opna nýja dagbók.

Í gegnum tíðina hafa ótalmargir farið þá leið að sjálfsskilningi og fyrirsýn yfir samtíma sinn að skrifa dagbók. Samuel Pepys var breskur flotaforingi og þingmaður en er þekktastur fyrir einkar skemmtilega skrifaða dagbók sem hann hélt í áratug þegar hann var ungur maður. Hann fæddist árið 1633 og dagbókin byrjar árið 1660.

Í henni er að finna skemmtilegt sambland af lýsingum á mikilvægum sögulegum atburðum sem Samuel varð vitni að og vangaveltum hans sjálfs um lífið. Bókin var fyrst gefin út á nítjándu öld en hefur æ síðan verið talin til klassískra breskra bókmenntaverka.

Fleiri stjórnmálamenn hafa haldið dagbækur og nefna má sjötta forseta Bandaríkjanna, John Quincy Adams, sem hélt dagbók frá tólf ára aldri til æviloka og Winston Churchill, forsætisráðherra Breta. Þær bækur sem hann skrifaði meðan á seinni heimsstyrjöldinni stóð sem ullu miklu uppnámi þegar sagnfræðingurinn David Irving ætlaði að skrifa bók um þær en samkvæmt leyndarákvæði breska ríkisins var hluti þeirra enn verndaður. Úr varð að David skilaði bókunum og ekki varð af bókaskrifum hans.

Ekki er hægt að skilja við dagbókarskrif án þess að nefna Önnu Frank. Hún er án efa einn alþekktasti dagbókarritari heimsins og þúsundir manna um allan heim lesa sögu hennar á hverjum degi. Margt hefur verið rætt og ritað um dagbók Önnu, meðal annars hefur því verið haldið fram að faðir hennar hafi falsað bókina í stríðslok, enda þykir ganga kraftaverki næst að hún hafi varðveist. En flestir eru þess þó fullvissir að þessi næma og gáfaða gyðingastúlka hafi sjálf skrifað bókina og færslur hennar séu ómetanlegt framlag til að minnka fordóma og auka friðarást í heiminum.

Anna Frank er án efa einn alþekktasti dagbókarritari

Dagbókarformið er líka vinsælt skáldsagnaform og þeir sem hafa áhuga á kynna sér það ættu að byrja á bókum eins og Dracula, Bridget Jones’s Diary og The Secret Diary of Adrian Mole Aged 13 and ¾. Margar fleiri mætti nefna til dæmis allar sögurnar af Sherlock Holmes, Flowers for Algernon eftir Daniel Keyes og The Colour Purple eftir Alice Walker. En hvort sem menn kjósa að lesa eða skrifa dagbækur er árið 2016 gott ár til að byrja á hvoru tveggja.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira