• Orðrómur

„Ásta, þú átt betra skilið“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Ásta Kristrún Ragnarsdóttir var fyrst Íslendinga til að læra námsráðgjöf og var mikill frumkvöðull á því sviði hér á landi. Í forsíðuviðtali við Vikuna segir hún frá upphafsárum fagsins en einnig hvernig rógur og persónuleg óvild í hennar garð hrakti hana úr starfi.

En varla hefur þú eingöngu mætt skilningi og fögnuði. Kom aldrei neitt upp á?

„Allt frá því ég man eftir hefur réttlætistilfinning mín verið fyrirferðamikil,“ segir Ásta. „Á starfsferlinum komu upp mörg erfið mál sem ég námsráðgjafi og hagsmunaútvörður nemenda beitti mér í af heilum hug. Þegar brotið er á rétti stúdents er alltaf einhver þarna úti sem taka þarf slaginn við. Auk réttlætistilfinningar minnar má segja að ég búi yfir nokkuð góðri rökhugsun og sú tvenna leiddi oft til sigurs fyrir hönd nemandans. Eitt þessara mála reyndist þó þyngra í taumi en önnur. Mótaðilinn neitaði öllum rökum og nemandanum sem í hlut átti og var blindur var neitað um úrræði sem hann átti rétt á. Málið endaði ekki þar, heldur höfðaði nemandinn mál gegn háskólanum. Lögfræðingur sækjandans fór fram á skýrslu af minni hálfu og kallaði mig að auki til vitnis í málinu fyrir hérðaðsdómi. Það þýddi að ég vitnaði gegn vinnustað mínum og nemandinn vann málið gegn skólanum.“

- Auglýsing -

Þessi stuðningur við fatlaðan nemanda átti eftir að reynast Ástu dýrkeyptur. Hún lenti í að þurfa að takast á við erfið mál í hópi starfsmanna sinna. Um það segir hún:

„Skilyrði voru sett og áfengismeðferðir tóku við. Samtímis reyndi ég að endurskoða starfshætti innan þjónustunnar sem ég bar ábyrgð á og upplifði að ég væri að missa tökin á. Breytingarnar lögðust misvel í fólk og sér í lagi þá starfsmenn sem glímdu við áfengisvandann. Reiðin í minn garð braust út og andrúmsloftið var gjörbreytt. Skyndilega voru starfsmenn mínir búnir að skiptast í tvo hópa eftir dágóðar samræður bak við luktar dyr. Hinir neikvæðu komust að þeirri niðurstöðu að ég beitti gerræðislegum stjórnarháttum og slíkt væri ólíðandi.

Þessir sömu starfsmenn höfðu fáeinum árum áður skrifað undir yfirlýsingu um að betri stjórnanda en mig væri ekki hægt að hugsa sér. Eftir stjórnsýslubreytingar var staða forstöðumanns auglýst og þá kom mótumsækjandi fram sem fékk ekki stöðuna, enda ég búin að byggja þjónustuna upp frá grunni.

- Auglýsing -

Sagt er að hefndin sé sæt. Tveir starfsmenn fóru á fund hins nýja rektors. Hann svo gott sem borðaði óhróðurinn um mig úr lófa þeirra og skipulagði síðan viðtöl við alla mína stafsmenn. Á sama tíma neitaði hann mér um viðtal vegna málsins.“

Þessi skortur á stuðningi leiddi til trúnaðarbrests milli Ástu og yfirmanna hennar. Eftir ráðleggingar frá vinum ákvað hún að ljúka störfum.

„Prófessorinn ásamt fyrrum kennara mínum í sálfræði við HÍ báðu mig að koma og hitta þá í Þjóðarbókhlöðinni til að greina mér frá viðbrögðum rektors.„Ásta, þú átt betra skilið, þú átt framtíðina fyrir þér, þú skalt kveðja en leita réttar þíns. Málsmeðferð rektors er á skjön við alla stjórnsýsluhætti og þú ferð fram á bætur vegna þessa,“ sagði hann á þessum fundi.“

- Auglýsing -

Ásta skýrir ýtarlega frá þessum málum í viðtalinu í Vikunni. Tryggðu þér eintak.

 

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Elsta tímarit landsins um daglegt líf, tísku, menningu, mat og lífsstíl.

Tryggðu þér árs áskrift og fáðu vikuleg tölublöð á 832 kr. stykkið eða kauptu stakt blað á 1.795 kr.

- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Eiður Smári kominn í tímabundið leyfi: „Ábyrgðin liggur hjá mér“

Eiður Smári Guðjohnsen, aðstoðarþjálf­ari ís­lenska karla­landsliðsins í knatt­spyrnu, er kom­inn í tíma­bundið leyfi. Knatt­spyrnu­sam­band Íslands, KSÍ, greinir...

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -