• Orðrómur

Ásta um upphaf ævintýrisins: „Velkomin í höll dauðans“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Ásta Kristrún Ragnarsdóttir heldur upp á fjörutíu ára afmæli sitt sem námsráðgjafi. Hún er frumkvöðull á því sviði og hefur átt mikinn þátt í að móta starfið og kenningar innan fagsviðsins. En það var ekki alltaf auðvelt að ryðja brautina og opna mönnum skilning á mikilvægi ráðgjafar í skólastarfi og ekki alltaf heppilegt að vera ung kona í brautryðjandastöðu. Ásta mætti bæði fordómum en líka stuðningi og þakklæti.

Á þessum árum er var Háskóli Íslands mun meira karlaveldi en nú er. Þarna ertu ung kona, með ungt barn og nýkomin úr námi. Hvernig var að stíga inn í musteri akademískrar hugsunar og fræða í Háskóla Íslands?

„Ég var 29 ára þegar ævintýrið hófst og margir nemendur við skólann voru undir þrítugu og því oft lítill greinarmunur gerður á mér og stúdentum í augum prófessora. Konur í sérfræðistöðum voru fáar og aðeins tvær þeirra prófessorar og aðeins ein í lykilstöðu í stjórnsýslunni þegar ég kom á vettvang.

- Auglýsing -

Fílabeinsturn akademíunnar var þá mun meira afgerandi en hann er í dag, bæði innan sem utan skólans. Það litaði líka viðmót margra í minn garð að ég ætti „poppara“ fyrir mann því sú stétt naut lítillar virðingar í turninum. Eitt jákvætt atvik líður mér seint úr minni þegar ég mætti mætum prófessor í guðfræði á efri svölum Aðalbyggingarinnar sem tók mér fagnandi með þessum orðum: „Velkomin í höll dauðans“. Hann kunni augljóslega að meta ferskan gust ungrar konu sem var að ryðja braut í þessu musteri menntunar.“

Lestu viðtalið við Ástu í nýjasta tölublaði Vikunnar. Vikan kemur út alla fimmtudaga og fæst á næsta sölustað eða í áskrift.

- Auglýsing -

Aldís Arna Tryggvadóttir streituráðgjafi, markþjálfi og fyrirlesari heldur námskeiðið Mömmuneistinn – leiðin frá streitu. Hugmyndin með því er að mæður geti átt þar fræðandi kvöldstund og fengið einföld en hagnýt ráð til að takast á við þá streitu sem fylgir daglegri rútínu.

Snæfríður Ingadóttir, blaðamaður og ferðabókahöfundur, hefur iðulega leyft ævintýraþránni að ráða þegar kemur að ferðalögum og búsetuskiptum. Hún flutti til að mynda til Kanaríeyja til að kynnast hversdagslífinu þar fremur en tilverunni frá sjónarhóli túrista.

Vikan kíkti á nytjamarkaðinn Portið, en hann stofnuðu vinkonurnar Guðný Þórarinsdóttir og Svandís Ása Sigurjónsdóttir, eftir að heimili þeirra og geymslur voru að yfirfyllast vegna söfnunarástríðu þeirra.

- Auglýsing -

Indíana Hreinsdóttir, kynningar- og markaðsstjóri Menningarfélags Akureyrar, Sverrir Norland, rithöfundur, og Ólafur Þór Kristjánsson, skólastjóri, sitja fyrir svörum í þremur ólíkum efnisþáttum.

Í Málinu tökum við fyrir nýjungar í lækningum. Heilbrigðisstarfsfrólk á Landspítala hefur skapað nýjungar með rafrænum lausnum til að efla öryggi, sjálfvirkni og auka afkastagetu.

Í Vikunni má einnig finna umfjöllun um bækur, fræga fólkið og fleira, auk þess sem Deiglan, Lífreynslusaga Vikunnar, kynlífspistil Veru, krossgátan, orðaleit, Sudoku og stjörnuspá Vikunnar eru á sínum stað.

Tryggðu þér eintak í næstu verslun eða í vefverslun okkar.

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Elsta tímarit landsins um daglegt líf, tísku, menningu, mat og lífsstíl.

Tryggðu þér árs áskrift og fáðu vikuleg tölublöð á 832 kr. stykkið eða kauptu stakt blað á 1.795 kr.

- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -