Ástin bankaði upp á þremur mánuðum eftir jarðarförina

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Örlögin spinna mönnunum oft magnaðan vef og það má með sanni segja að Brynja Andreassen Sigurðardóttir sé gott dæmi um það.

Framtíðin blasti björt við henni og Jóni Steinsen, fyrri manni hennar, þegar hann greindist með krabbamein og lést aðeins 28 ára gamall. Sorgin var lamandi og sterk en ástin bankaði upp á aðeins þremur mánuðum eftir jarðarför Nonna og Brynja stóð frammi fyrir vali.

Þessi magnaða kona er í forsíðuviðtali við Vikuna og segir sögu sína á einstæðan hátt.

Fleira áhugavert efni er að finna í 23. tölublaði Vikunnar sem kemur í verslanir á morgun.

Hildur Þórðardóttir lagðist í ferðalög um framandi slóðir eftir að hún bauð sig fram til forseta á Íslandi, ákveðin í að sanna að engir óvinir væru til, aðeins mismunandi fólk. Hún kom nýlega heim með nýja bók í farteskinu en svo flogin aftur út. Hildur hefur einstaka lífssýn sem gaman er að kynnast.

Elena Erlingsson kynnir rússneskan sælkeramat fyrir lesendum og svo leynist ótalmargt fleira áhugavert og spennandi á síðum Vikunnar að þessu sinni og um að gera að tryggja sér eintak.

Ný Vika kemur í verslanir á morgun, fimmtudag.

Tryggðu þér áskrift að Vikunni í vefverslun

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira