„Augu manna hafa opnast fyrir því í seinni tíð að það þarf líka að styðja við starfsmanninn“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Alma D. Möller var fyrst kvenna til að gegna embætti landlæknis hér á landi og er glæsilegur fulltrúi þeirra í öllu tilliti. Hún hefur staðið í eldlínunni allt frá því að COVID-19 kom til landsins, fyrir rúmlega ári, en hefur einnig mætt öðrum erfiðum og krefjandi verkefnum í starfi. Hún hefur látið til sín taka gæða- og öryggismál í heilbrigðiskerfinu, gert úttektir og sent skýr skilaboð til stofnana um þau mál. Alma segist fagna allri umræðu um öryggi sjúklinga en minnir á að að hún þurfi að fara fram af yfirvegun.

Hvernig finnst þér vera staðið að öryggismálum á Landspítala og annars staðar í heilbrigðiskerfinu?

„Ég fagna allri umræðu um öryggi sjúklinga en hún þarf að fara fram af yfirvegun. Það er augljóst að það eru sóknarfæri til að efla öryggi og gæði í heilbrigðiskerfinu. Það er meiri vitund um atvik og öryggi í dag en var, en að koma á góðri öryggismenningu tekur tíma,“ segir Alma og leggur áherslu á orð sín.

Hvað gerist þegar starfsmaður verður uppvís af því að gera alvarleg mistök?

Alma svarar því til að það mjög mikilvægt þegar alvarleg atvik verða að vel sé haldið utan um sjúkling og aðstandendur, en líka starfmenn sem verða fyrir því að alvarleg atvik eiga sér stað á þeirra vakt. „Það er talað um ,,The other victim“. Augu manna hafa opnast fyrir því í seinni tíð að það þarf líka að styðja við starfsmanninn, það getur verið ólýsanlega erfitt að vera í þessari stöðu,“ segir hún með áherslu og tekur undir með blaðamanni að lítið hafi farið fyrir þeirri hlið umræðunnar. Hún telur að á langflestum stofnunum fái starfsmaður stuðning í slíkum aðstæðum en tekur fram að hún hafi áhyggjur af einyrkjum í starfi. „Ef við vitum af slíkum málum hjá starfmanni þá leggjum við áherslu á að hann leiti sér hjálpar.“

Lestu forsíðuviðtal við Ölmu í nýjustu Vikunni, páskablaði Vikunnar.

Helgi Gunnlaugsson, prófessor í afbrotafræði við Háskóla Íslands, segir konur fremja glæpi rétt eins og karlar en þó almennt færri og brotin eru síður alvarleg en hjá körlum. Hann bætir því við að ef konur hegðuðu sér eins og karlar þá myndi ríkja hálfgert villta vestursástand í samfélaginu og að sama skapi væri töluvert rólegra um að lítast ef karlar hegðuðu sér almennt eins og konur.

Vera Roth, verkefnastjóri hjá Kirkjubæjarstofu, og Lilja Magnúsdóttir, ritstjóri vefsins eldsveitir.is, vilja setja upp strandminjasafn á bænum Hnausum í Meðallandi í Skaftárhreppi í Vestur-Skaftafellssýslu. Á bænum eru mjög gömul hús sem oft hýstu skipbrotsmenn og vilja þær í samstarfi við Landgræðsluna setja upp safn um skipskaða en lítið hefur farið fyrir þeim þætti er var samofinn daglegu lífi íbúa sýslunnar. Sagan sé áhrifarík átakasaga og Skaftfellingar áhugasamir um verkefnið. Vilhjálmur Eyjólfsson, hreppstjóri og bóndi á Hnausum, lést 2016 og arfleiddi Landgræðsluna að jörðinni.

Valdimar Víðisson, skólastjóri í Öldutúnsskóla og formaður fjölskylduráðs í Hafnarfirði, Íris Hauksdóttir, blaðakona og bókmenntafræðingur, og Steingrímur S. Ólafsson, fjölmiðlaráðgjafi, sitja fyrir svörum í þremur ólíkum efnisþáttum.

Í Málinu fjöllum við um húsbóndahollustu Íslendinga, en tvennum sögum fer af hvort Íslendingar eru húsbóndahollir eða ekki. Margir telja að flestir hér telji sig nokkurs konar smákónga og skorti auðmýkt gagnvart yfirmönnum meðan aðrir telja að of algengt sé að Íslendingar séu yfirmannasleikjur og láti allt yfir sig ganga áður en þeir kvarta. Í það minnsta kunni íslenskur vinnumarkaður ekki að meta hreinskilna uppljóstrara.

Hjördís Dögg Grímarsdóttir, matgæðingur, deilir uppskriftum, ráðum og hugmyndum, á vef sínum mommur.is. Hjördís Dögg gefur lesendum Vikunnar spennandi hugmyndir af kaffihlaðborði, sem njóta má, til dæmis núna um páskana.

Í Vikunni má einnig finna umfjöllun um bækur, tísku, fræga fólkið og fleira, auk þess sem Deiglan, Lífreynslusaga Vikunnar, krossgátan, orðaleit og stjörnuspá Vikunnar eru á sínum stað.

Tryggðu þér eintak í næstu verslun eða í vefverslun okkar.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Elsta tímarit landsins um daglegt líf, tísku, menningu, mat og lífsstíl.

Tryggðu þér árs áskrift og fáðu vikuleg tölublöð á 832 kr. stykkið eða kauptu stakt blað á 1.795 kr.

- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -