Aukin orka með ýmsum góðum ráðum

Nokkur ráð til að hressa sig við.

Allir vita að hreyfing og líkamsrækt eykur þol og úthald en það má auka orkuna með ýmsum öðrum ráðum. Til dæmis hefur birta mikið að segja og því eru ansi margir daufari á veturna. Það má draga verulega úr deyfðinni meðan myrkrið ríkir með því að bæta lýsinguna á heimilinu og á vinnustaðnum. Einn lampi getur breytt öllu.

Hlátur leysir úr læðingi vellíðunarboðefni í heilanum og skellihlátur er góð æfing fyrir magavöðvana.

Að breyta og bæta umhverfi sitt er líka gott ráð til að auka orkuna. Sérfræðingar segja að eftir vissan tíma hætti umhverfið að hafa áhrif á okkur vegna þess að við erum orðin því svo vön. Þess vegna er alveg nauðsynlegt að breyta til heima hjá sér af og til og með því að færa til stól eða mála einn vegg getur heimili þitt orðið þér ný orkuuppspretta.

Fáðu þér frískt loft. Fátt dregur jafnmikið úr þreki manna og þungt, kæfandi og mollulegt andrúmsloft. Farðu út hvenær sem færi gefst og andaðu að þér fersku vorloftinu.

AUGLÝSING


Texti / Steingerður Steinarsdóttir

Ekki missa af þessum

Engar færslur fundust.

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is