2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Bækur sem halda athyglinni

  Af og til reka á fjörur manns bækur sem koma skemmtilega á óvart. Þá byrjar maður lesturinn án nokkurra sérstakra væntinga en fljótlega nær textinn slíkum heljartökum að varla er hægt að leggja bókina frá sér fyrr örlög sögupersónanna eru ljós. Þetta á oft við um sakamálasögur.

   

  Vel unnin hvunndagsmorð

  Oddbjörg Ragnarsdóttir sendi frá sér sakamálasöguna Hvunndagsmorð á síðasta ári en hún hefur litla athygli fengið. Þetta er hins vegar spennandi og vel unnin bók. Fléttan er flókin og bráðspennandi. Eftir því sem atburðarásinni vindur fram verður erfiðara fyrir lesandann að gera sér grein fyrir hvernig allt tengist en smátt og smátt greiðist úr flækjunni. Bókin byrjar á tveimur morðum hvoru í sínu borgarhverfinu og svo finnst lík ungrar stúlku úti í Gálgahrauni. Í fyrstu virðist þetta ótengt en lögreglumennirnir Soffía og Hrafnkell láta fátt fram hjá sér fara. Útg. Listfengi ehf.

  Spenna í hámarki

  AUGLÝSING


  Hjónin, Alexandra Coehlo Ahndoril og Alexander Ahndoril, standa að baki höfundarnafninu Lars Kepler en þau eru án efa meðal bestu glæpasagnahöfunda Norðurlanda. Lasarus er sjöunda bók hans um Joona Linna og teymi hans í Stokkhólmslögreglunni en að þessu sinni takast þau á við erfitt og óhugnanlegt mál sem byrjar á því að lík finnst í íbúð í blokk í Ósló. Í ljós kemur að um er að ræða fremur ógeðfelldan mann og í frystikistu hans finnast rotnandi líkamsleifar margra manneskja þar á meðal höfuðkúpa Summu. Skömmu síðar hefur svo þýska lögreglan samband vegna morðs sem framið var rétt fyrir utan Rostock. Joona er maðurinn til að leysa þetta en hann formar með sér kenningu sem er svo ótrúleg að hann þorir varla að nefna hana við nokkkurn mann. Útg. JPV

  Heimssýn rithöfundar

  Frelsun heimsins er safn greina eftir Kristínu Marju Baldursdóttur. Þetta eru léttar og skemmtilegar frásagnir sem varpa ljósi á heimssýn þessa vinsæla og færa rithöfundar. Þær eru fjölbreyttar og fjalla um tungumál, konur, skáldskap, samskipti, ferðalög og fleira og fleira. Það er fengur í þessari bók eins og öðrum eftir Kristínu Marju og hún er þess eðlis að hana má lesa aftur og aftur. Útg. JPV

  Saga konu á diskótímanum

  Eydís eftir Oddbjörgu Ragnarsdóttir gerist meðan bjór var enn bannaður á Íslandi, diskó var allsráðandi á skemmtistöðum og fjólublátt ljós við barinn. Fyrst og fremst er þetta þó saga um leitina að ástinni, hamingju eða bara einhvers konar stefnu í lífinu. Á öllum tímum hefur verið og er flókið að skapa sér samastað í tilverunni og sennilega er ekkert fyrirbæri jafnerfitt að henda reiður á og ástin. Það hefur líka verið haft að orðtaki að til að finna draumaprinsinn þurfi konur að kyssa heilan djöfuldóm af froskum. Þetta er fín saga, vel uppbyggð, vandaður texti og fín persónusköpun. Útg. Listfengi ehf.

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is