BDSM: Kynlíf með samþykki, klám eða kerfisbundið ofbeldi – Fara feminismi og BDSM saman?

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

„Ég held að sumir femínistar sjái BDSM, og þá sérstaklega alla þessa valdaleiki og táknrænu valdbeitingu, sem einhvers konar rúnkfantasíu hins dæmigerða valdasjúka karlmanns,” segir Margrét Nilsdóttir, formaður BDSM félagsins á Íslandi.

Margrét er meðlimur í helstu femínísku umræðuhópum samfélagsmiðla og að hennar sögn hefur umræðan þar stundum borist að BDSM-iðkun og þá oftast í tengslum við klám. „Svokallað BDSM-klám hefur verið dregið upp sem dæmi um kerfisbundið ofbeldi gegn konum og ákveðnum athöfnum lýst á afskaplega neikvæðan hátt í þeim tilgangi einum, hefur mér sýnst, að vekja hneykslun og viðbjóð.”

Margrét segir sárt sé að sitja undir gagnrýni á BDSM-samfélagið á Íslandi, sérstaklega frá fólki sem er að öðru leyti ágætlega upplýst og gefur sig út fyrir að vera opið og fordómalaust. Hún segir að sem betur fer hafi þó staðan skánað síðustu ár og er bjartsýn á framhaldið.

Lestu forsíðuviðtal við Margréti í nýjustu Vikunni.

Auðbjörg Reynisdóttir segir að lestur sjúkraskýrslna í máli sonar hennar hafi verið erfiðust og sárust í ferlinu. Læknamistök sem leiddu til dauða sonar hennar urðu kveikjan að bókinni, Banvæn mistök í Heilbrigðiskerfinu. Auðbjörg telur ákveðna menningu ríkja í kringum mistök í heilbrigðiskerfinu sem þurfi að uppræta svo hægt sé að læra af þeim og að sjúklingar þurfi að standa með sjálfum sér.

Inga Steinunn Björgvinsdóttir hefur alltaf haft áhuga á græjum og tækni og vinnur í upplýsingatæknigeiranum þar sem hún nýtir menntun sína. Hún segir að viðhorfið hér áður fyrr hafi verið að upplýsingatækni væri dæmigert karlastarf en nú er öldin önnur. Sífellt fleiri konur bætast í hópinn.

Vala Fannell leikstýrir fjölskyldusöngleiknum Benedikt búálfi, en hún hefur sett mark sitt á menningarlíf Akureyringa eftir að hún flutti þangað frá London Englandi fyrir þremur árum. Vala segist hafa reynt að afneita leikhúsbakteríunni á unglingsárum, en ástríðan hafi loksins leitt sig á rétta braut

Freyr Eyjólfsson, tónlistarmaður og samskiptastjóri Terra, Sigríður Thorarensen, bókmenntafræðingur í enskum bókmenntum,  og Svava Kristín Grétarsdóttir, íþróttafréttamaður, sitja fyrir svörum í þremur ólíkum efnisþáttum.

Í Málinu fjöllum við um boxin sem samfélagið setur okkur í. Rúna Magnúsdóttir, markþjálfi, hefur rannsakað og þróað aðferð sem hún kallar Út-Úr-Boxinu-markþjálfunaraðferðina, ásamt Nick Haines. Saman hafa þau gefið út bók um aðferðina.

Í Vikunni má einnig finna umfjöllun um bækur, tísku, fræga fólkið og fleira, auk þess sem Deiglan, Lífreynslusaga Vikunnar, krossgátan, orðaleit og stjörnuspá Vikunnar eru á sínum stað.

Tryggðu þér eintak í næstu verslun eða í vefverslun okkar.

 

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Elsta tímarit landsins um daglegt líf, tísku, menningu, mat og lífsstíl.

Tryggðu þér árs áskrift og fáðu vikuleg tölublöð á 832 kr. stykkið eða kauptu stakt blað á 1.795 kr.

- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -