„Beðið eftir Stefáni Jak“ væri titillinn á ævisögunni

Deila

- Auglýsing -

Ingó Geirdal hefur verið einn fremsti töframaður landsins í meira en þrjátíu ár og hefur sýnt mögnuð töfrabrögð sín hérlendis og erlendis. Auk þess er hann þekktur fyrir að fara liprum höndum um gítarinn en hann hefur verið gítarleikari hljómsveitarinnar DIMMU frá því hún var stofnuð árið 2004. Ingó líður best á sviði og með ellefu ára dóttur sinni, Katrínu Jennýju, sem hann segir vera sitt mesta afrek. Ingó er hér undir smásjánni.

Ingó Geirdal hefur verið einn fremsti töframaður landsins í meira en þrjátíu ár og er að auki þekktur fyrir að fara liprum höndum um gítarinn. Mynd / Aldís Pálsdóttir

Hvar líður þér best? Á sviði og með dóttur minni.

Hvað óttastu mest? Þriðju heimsstyrjöldina.

Hvert er þitt mesta afrek? Dóttir mín, Katrín Jenný Ingólfsdóttir, sem verður 11 ára í ár. Hún er líf mitt, ást og yndi.

Býrðu yfir leyndum hæfileika? Já og þeim beiti ég gjarnan í töfrasýningum mínum, svo þeir verða að vera leyndir áfram.

Hver er mesta áhætta sem þú hefur tekið? Þær eru margar en í lífinu, sem og í tónlistinni og töfrunum, er algjörlega nauðsynlegt að fara út fyrir þægindarammann og taka áhættu. Að taka áhættu hefur oftast skilað mér mínum bestu stundum og minningum, ekki síst með vinum mínum í DIMMU.

Hver væri titillinn á ævisögunni þinni? Beðið eftir Stefáni Jak.

Hvað geturðu sjaldnast staðist? Lasagna og ljúffenga fiskrétti.

Hvað færðu þér í bragðaref? Jarðarber, súkkulaði og hnetur.

Instagram eða Snapchat? Ég nota hvorugt en hljómsveitin mín DIMMA er á Instagram.

Hvaða þættir eru í uppáhaldi hjá þér þessa stundina? Paradísarheimt.

 

Í hnotskurn

Aldur: 50 ára.

Áhugamál: Töfrabrögð, tónlist og Charlie Chaplin.

Starfsheiti: Töframaður og tónlistarmaður.

Á döfinni: Fram undan eru fjölmargar töfrasýningar og tónleikar með hljómsveitinni minni DIMMU.

- Advertisement -

Athugasemdir