• Orðrómur

Bjarney kynntist eiginmanninum á Tinder: „Hann var í sama rugli og ég“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Bjarney Bjarnadóttir er opin, hreinskilin og lífsglöð ung kona, og fyrir þá sem ekki þekkja til virðist hún ávallt hafa verið á beinu brautinni, eins og hún segir sjálf. Bjarney hefur upplifað mörg áföll í lífinu og henni finnst mikilvægt að tala opinskátt um eigin lífsreynslu, sérstaklega ef hún gæti orðið til að hjálpa öðrum í sömu aðstæðum.

Í forsíðuviðtali Vikunnar segir Bjarney frá því hvernig hún og eiginmaður hennar kynntust, á nútímamáta á stefnumótaappinu Tinder. „Ég hugsaði lengi hvort ég ætti að henda honum til hægri eða vinstri; sex árum yngri, nenni ég því aftur, og þrjú börn,“ segir Bjarney hlæjandi.

„Ég vissi að Sigurkarl væri „keeper“ á fimmta stefnumótinu þegar talið barst að Tinder og hvort tímabært væri fyrir okkur að henda appinu út. Þá sagðist hann hafa eytt því daginn fyrir fyrsta stefnumótið okkar því hann vildi sjá hvað kæmi út úr þessu hjá okkur. Hann sendi mér líka strax skilaboð um hvað hefði verið gaman að hitta mig, þannig að ég sá að hann var ekkert að fara að spila neina leiki. Hann var í sama rugli og ég, var á leigumarkaði, lögga sem tók allar aukavaktir og vann sig veikan reglulega vegna álags. Við vorum með sama markmið að komast í eigið húsnæði og þegar losnaði staða fyrir hann í Borgarnesi og þar var hús til sölu sem við áttum akkúrat útborgun fyrir fluttum við og fengum sex herbergja endaraðhús við sjóinn á sama verði og tveggja herbergja íbúð í bænum. Og giftum okkur líka sem er bara praktískt þegar maður er kominn með sameiginlegar skuldbindingar, finnst mér. Eins og ég segi, ég verð að hafa stjórn á öllu,“ segir Bjarney og hlær.

- Auglýsing -

Lestu einlægt og skemmtilegt viðtal við Bjarneyju í Vikunni sem fæst á næsta blaðsölustað eða í áskrift.

 

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Elsta tímarit landsins um daglegt líf, tísku, menningu, mat og lífsstíl.

Tryggðu þér árs áskrift og fáðu vikuleg tölublöð á 832 kr. stykkið eða kauptu stakt blað á 1.795 kr.

- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Sigurjón og skyr slá í gegn í nýrri herferð

Sigurjón Kjartansson framleiðandi með meiru fer með aðalhlutverkið í nýrri auglýsingu bandaríska skyrframleiðandans Icelandic Provisions. Aug­lýs­ing­in er...

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -