• Orðrómur

Bjarney missti dóttur gengin 18 vikur með hana: „Mjög heilandi í öllu ferlinu að fá að fæða hana“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Bjarney Bjarnadóttir er opin, hreinskilin og lífsglöð ung kona, og fyrir þá sem ekki þekkja til virðist hún ávallt hafa verið á beinu brautinni, eins og hún segir sjálf. Bjarney hefur upplifað mörg áföll í lífinu og henni finnst mikilvægt að tala opinskátt um eigin lífsreynslu, sérstaklega ef hún gæti orðið til að hjálpa öðrum í sömu aðstæðum.

Í forsíðuviðtali Vikunnar segir Bjarney frá meðgöngu sinni, en fóstrið var greint með sjaldgæfan erfðagalla. Dóttir Bjarneyjar sýndi þó mikinn baráttuvilja, en í 18 vikna sónar kom í ljós að hún var látin. Tveimur dögum síðar var Bjarney sett af stað í fæðingu.

„Fyrirfram fannst mér það skelfilegt að láta konur fæða andvana barn sitt, maður upplifir fæðingu með hríðum, þetta var erfitt og ég missti mikið blóð og byrjað var að undirbúa mig fyrir aðgerð. Dóttir okkar fæddist um fimmleytið um daginn, ég hélt fyrirfram að þá myndi ég missa mig, en um leið og hún var fædd kom einhver ró yfir mig. Það var mjög heilandi í öllu ferlinu að fá að fæða hana, ég grét ekkert, reisti mig strax upp og vildi sjá hana og halda á henni. Það er erfitt að útskýra þetta. Hún var pínulítil, passaði í lófann á mér og ég er með litlar hendur. Samt svo fullkomin og orðin barn. Við fengum að hafa hana hjá okkur og það var ótrúlega dýrmætt að fá að vera alveg í friði,“ segir Bjarney, sem fæddi á Kristínarstofu, sem komið var upp fyrir tíu árum þegar Kristín Guðmundsdóttur handboltakona fæddi andvana tvíbura. Fyrir þann tíma eignuðust konur andvana börn sín á sömu fæðingardeild og nýbakaðar mæður lágu með börn sín.

- Auglýsing -

Lestu einlægt viðtal við Bjarneyju í Vikunni sem fæst á næsta blaðsölustað eða í áskrift.

 

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Elsta tímarit landsins um daglegt líf, tísku, menningu, mat og lífsstíl.

Tryggðu þér árs áskrift og fáðu vikuleg tölublöð á 832 kr. stykkið eða kauptu stakt blað á 1.795 kr.

- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Sigurjón og skyr slá í gegn í nýrri herferð

Sigurjón Kjartansson framleiðandi með meiru fer með aðalhlutverkið í nýrri auglýsingu bandaríska skyrframleiðandans Icelandic Provisions. Aug­lýs­ing­in er...

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -