• Orðrómur

Björn Þór og Rafn Franklín: Taktu ábyrgð á eigin heilsu með breyttu hugarfari

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Björn Þór Sigurbjörnsson og Rafn Franklín Hrafnsson starfa sem þjálfarar hvor á sinni líkamsræktarstöðinni og eru miklir félagar sem virða hvor annan. Hvorugur þeirra segist vera fæddur heilsugúrú þótt heilsa og heilbrigði sé atvinna þeirra og áhugamál í dag.

„Ég er heltekinn af heilsu og hvernig hægt er að hámarka heilbrigði og vellíðan hjá fólki með lífstílsbreytingum. Ég byrjaði með brennandi áhuga á lyftingum og líkamsrækt og síðan út frá því varð það heildarlífsstíll og konsept sem ég kalla í dag 360 heilsa. Í grunninn er þetta ástríða fyrir að hjálpa fólki að vera meira meðvitað um eigið heilbrigði og taka ábyrgð á eigin heilsu,“ segir Rafn, sem í byrjun árs gaf út sína fyrstu bók, Borðum betur. „Þar fókusera ég á mataræði og næringu.“

Rafn Franklín
Mynd / Hallur Karlsson

- Auglýsing -

Af hverju skiptir heilsa og hollur lífsstíll svona miklu máli?

„Ef við erum svo heppin að fæðast heilbrigð, lít ég svo á að við ættum að sinna þeirri skyldu okkar að viðhalda heilbrigði okkar með því að vera ábyrg gagnvart okkur sjálfum og meðvituð um þá þætti sem móta venjur okkar,“ segir Björn. „Samspil ákvarðana okkar getur valdið því hvernig fer fyrir okkur, ásamt samspili erfða og áhrifa umhverfisins. Umhverfið getur haft áhrif á hvernig vani okkar verður til og hvað við gerum til að halda okkur heilbrigðum og hvað það er sem veldur óheilbrigði okkar. Áður fyrr var fólk mun meira á hreyfingu og vann lungann úr deginum, þannig að það var næg hreyfing sem þurfti mikla orku til og næring fékkst úr þéttari og betri fæðu en við höfum fyrir framan okkur í dag alla jafna.“

Björn Þór
Mynd / Hallur Karlsson

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Elsta tímarit landsins um daglegt líf, tísku, menningu, mat og lífsstíl.

Tryggðu þér árs áskrift og fáðu vikuleg tölublöð á 832 kr. stykkið eða kauptu stakt blað á 1.795 kr.

- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Vopnaður unglingur handtekinn

Handtaka þurfti unglingspilt síðastliðna nótt í Breiðholti. Pilturinn er grunaður um ógnandi tilburði með eggvopni og hótanir.Foreldrar...

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -