Bragi Guðmunds óttast mest svartan sjó

Deila

- Auglýsing -

Hin þýða rödd útvarpsmannsins Braga Guðmundssonar er landsmönnum að góðu kunn. „Ég hef starfað með tifandi takka og skjái fyrir framan mig meira en helming ævinnar,“ segir Bragi. „Bæði sem útvarpsmaður, síðustu fimmtán árin sem útsendingarstjóri Reykjavík síðdegis á Bylgjunni, og sem plötusnúður þar sem ég hef eflaust spilað fyrir drjúgan hluta þjóðarinnar við ýmis tækifæri alveg síðan ég var unglingur. Ég er nú búsettur í Bítlabænum Keflavík ásamt yndislegri konu og á með henni þrjá syni.“ Bragi er undir smásjánni að þessu sinni.

 

Fullt nafn: Bragi Guðmundsson
Aldur: 48
Starfsheiti: Útvarpsmaður og plötusnúður.
Áhugamál: Tónlist, golf, teiknimyndasögur og áhorf á íþróttir. Mínir eigin íþróttaskór eru komnir á hilluna, fyrir utan auðvitað golfskóna.
Hvað færðu þér í morgunmat? Cheerios í laktósafría mjólk.
Hvað óttastu mest? Svartan sjó.
Býrðu yfir leyndum hæfileika? Ég þekki sögu HM í knattspyrnu mun betur en eðlilegt getur talist.
Hver er mesta áhætta sem þú hefur tekið? Að syngja Bítlalagið Penny Lane á karókíbar í miðborg Liverpool fyrir fullu húsi af innfæddum.
Hver væri titillinn á ævisögunni þinni? Alveg rólegur.
Hver myndi leika þig í bíómyndinni? Má vera hvort sem er karl eða kona, svo lengi sem boðskapurinn komist til skila.
Hvaða þættir eru í uppáhaldi hjá þér þessa stundina? Ég missi ekki af Silent Witness, og reyni að ná sem flestum breskum glæpaþáttum. Vera finnst mér frábær.
Hvað geturðu sjaldnast staðist? Ís.
Hvaða smáforrit er ómissandi? Google Maps.
Instagram eða Snapchat? Alltaf Instagram. Ég hef ekki tölu á þeim snapchöttum sem ég hef klúðrað að taka.
Hvaða tjámerki (emoji) notarðu oftast? Gamla góða broskallinn.

- Advertisement -

Athugasemdir