Brúðkaupsblað Vikunnar er komið út: Endurnýjuðu heitin eftir 40 ár

Í glæsilegu brúðkaupsblaði Vikunnar er að finna áhugavert viðtal við Þuríði Sigurðardóttur söngkonu en hún og maður hennar, Friðrik Friðriksson, endurnýjuðu heit sín skömmu eftir 40 ára brúðkaupsafmælið.

Þuríði Sigurðardóttur söngkona.

Þuríður segir svo frá: „Við höfðum ekki verið með hringa í um það bil þrjátíu ár,“ útskýrir hún. „Hann týndi sínum í heyi í hesthúsinu og það svo sem náði ekkert lengra, hann var bara farinn. Svo þegar ég byrjaði í listnáminu fannst mér óþægilegt að vera með hringinn, maður var mikið að vinna með ætandi efni sem settust undir hann, svo ég tók hann niður og hann fór aldrei aftur upp og eiginlega týndist líka.

Ég nefndi það við Friðrik að það gæti verið sniðugt að setja aftur upp hringa á fjörutíu ára brúðkaupsafmælinu en honum fannst það algjör óþarfi svo ég bara afskrifaði það. En þá var hann búinn að fá þessa hugmynd, án þess að segja mér neitt frá því. Hann hafði frétt að presturinn sem gifti okkur yrði líka í ferðinni til Grænhöfðaeyja og hafði samband við hann og bað hann að sjá um athöfnina þar. Það vissi enginn af þessu nema Friðrik og presturinn og eiginkona prestsins og svo gullsmiðurinn sem smíðaði hringana.“

Í blaðinu er einnig áhrifamikið viðtal við Írisi Björk Tönyu Jónsdóttur athafnakonu en hún missti allar eigur sínar í hruninu og fór frá allsnægtum til eignaleysis á örskömmum tíma. Hún lítur um öxl en einnig fram á við því henni tókst að rísa úr öskunni með ný viðhorf og gildi í farteskinu.

Ég vissi í raun ekkert hvað ég var að gera, einstæð móðir með eina dóttur og búin að eignast risastórt hús fyrir okkur tvær.

AUGLÝSING


„Ég efnaðist hratt fyrir hrun og bar ekki mikla virðingu fyrir peningum á þeim tíma, enda nóg til af þeim,“ segir Íris. „Árið 2001 urðu kaflaskil í lífi mínu þegar ég fjárfesti í stóru einbýlishúsi í Garðabæ sem var tilbúið til innréttinga. Þarna átti ég um sjö milljónir í eigið fé, tók hátt lán og eignaðist þetta glæsilega hús sem var staðsett á besta stað við sjóinn og með mögnuðu útsýni. Ég vissi í raun ekkert hvað ég var að gera, einstæð móðir með eina dóttur og búin að eignast risastórt hús fyrir okkur tvær.”

Glæsilegt brúðkaupsblað Vikunnar er komið í verslanir.

Mörg fleiri spennandi viðtöl eru í blaðinu m.a. segir Eva María Þórarinsdóttir frá Pink Iceland og hvernig hún skipuleggur brúðkaup, Breki Jónasson smíðar persónulega hringa sem endurspegla persónuleika brúðhjónanna og hjónin Díana og Óli taka brúðkaupsmyndirnar.

Auk þess má fræðast um hvað blómin í vendinum þýða og einnig er glæsilegur tískuþáttur í blaðinu sem ætti að gefa mörgum verðandi brúðum hugmyndir.

Myndir / Aldís Pálsdóttir og Hákon Davíð Björnsson

 

Ekki missa af þessum

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is