• Orðrómur

Colin Farrell óþekkjanlegur í hlutverki Mörgæsarinnar

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Fyrsta stiklan úr nýju Batman-myndinni sem Matt Reeves leikstýrir hefur litið dagsins ljós og aðdáendur Batmans eiga ekki orð yfir þá umbreytingu sem írski leikarinn Colin Farrell hefur orðið fyrir í hlutverki Mörgæsarinnar og margir Twitter-notendur segjast hafa átt í erfiðleikum með að þekkja hann í gervinu, að því er fram kemur í samantekt The Independent.

Það er Robert Pattinson sem leikur Batman í myndinni sem er nokkurs konar forsaga og sýnir hina frægu karaktera á yngri árum. Aðrir leikarar sem við sögu koma eru meðal annars Zoe Kravtiz, Paul Dano, John Turturro, Peter Sarsgaard og Andy Serkis.

Vegna kórónaveirufaraldursins hafa tökur legið niðri í nokkra mánuði en áætlað er að þær hefjist aftur í byrjun september og að myndin verði frumsýnd í október 2021.

 

 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -