2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  „Dæmigert að börn í þessum aðstæðum taki ábyrgð“

  Elín Sigríður Grétarsdóttir var átta ára gömul þegar hún vaknaði við hlið látinnar móður sinnar. Við tók erfið sorg en enginn hinna fullorðnu hugsaði út í að það þyrfti að setjast niður með barninu og ræða það sem gerst hafði.

  Elín Sigríður eða Ella Sigga, eins og hún er alltaf kölluð, brást við með því að borða sér til huggunar. Í dag hefur hún náð tökum á vanda sínum og getur litið til baka með ákveðinni yfirvegun.

  „Ég held reyndar að óeðlilegt samband mitt við mat hafi verið byrjað áður, en ekki í svona miklum mæli. En það að ég skyldi fitna svona sem barn, varð rosalega mikið mál á heimilinu og ég varð fyrir ótrúlega mikilli höfnun heima hjá mér út af því, bæði frá stjúpu minni og pabba,“ segir hún í forsíðuviðtali í nýjustu Vikunni.

  Auk Ellu Siggu eru áhrifamikil viðtöl við Sigurstein Másson og Guðrúnu Rögnu Hreinsdóttur í í blaðinu. Sigursteinn er aftur farinn að skoða sönn íslensk sakamál og rannsókn hans þegar leitt í ljós nýjar vísbendingar í einu þeirra.

  AUGLÝSING


  Guðrún Ragna er mikil fjallageit en vill einnig láta gott af sér leiða. Hún styður við stúlkur í Nepal og gengur nú áheitagöngur til að safna fé fyrir verkefnið Lífskraft.

  Vikan spjallaði við Matthildi Ívarsdóttur um hönnun og fatnað Ginu Tricot og hitti fyrir listakonuna Laufeyju Johansen.

  Sömuleiðis var kíkt á flotta hönnun á sýningunni Lyst á breytingum.

  Listamenn Art Deco-stefnunnar voru miklir áhrifavaldar á sinni tíð og veita enn ungu listrænu fólki innblástur.

  Þetta er aðeins brot af því fjölbreytta, fróðlega og skemmtilega efni sem er að finna í nýrri Viku sem kemur í verslanir á morgun.

  Tryggðu þér áskrift að Vikunni í vefverslun

  Myndir / Hallur Karlsson

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is