2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Dáleiðsla leiddi sannleikann í ljós

  Friederike Berger er fædd og uppalin í Þýskalandi en hefur búið á Íslandi í nítján ár. Hún er meðal annars menntaður jógakennari og stofnaði fyrirtækið Hugarró þar sem hún kennir Kundalini-jóga og Sat nam Rasayan-núvitundarheilun. Sjálf leitaði Friederike lengi að hugarró.

   

  Einlæg ósk Friederike er að gefa fólki von og hjálpa því að sjá að það er líf eftir áfall, grimmd og ofbeldi. Hún varð fyrir kynferðislegri misnotkun sem barn og segir hana hafa mótað uppeldisárin án þess að hún hafi gert sér grein fyrir því. Það var ekki fyrr en hún leitaði til dáleiðara sem sannleikurinn kom í ljós.

  „Ég hélt hreinlega að ég væri kannski að missa vitið.“

  Þegar Friederike var 25 ára kynntist hún manninum sínum, Sverri. Hún segist muna eftir því að hafa minnst á það við hann að hún hefði orðið fyrir einhverju ofbeldi í æsku sem hún myndi þó bara í litlum brotum.

  „Ég mundi eftir kynferðisofbeldi sem ég varð fyrir þegar ég var fimm og sjö ára en mér fannst eins og minningarbrot væru að koma fram um eitthvert ofbeldi frá því ég var þriggja ára. Ég mundi eftir einhverju en vissi ekki nákvæmlega hvað það var og hvað hafði gerst. Þegar ég eignaðist svo dætur mínar með tveggja ára millibili fór líkamsminnið af stað og ég fór að fá alls konar endurlit og muna eftir ýmsu varðandi ofbeldið, en bara í svona litlum brotum. Ég hélt hreinlega að ég væri kannski að missa vitið.“

  AUGLÝSING


  Friederike ákvað því að prófa að fara í dáleiðslu og þá fóru púslin að leggjast saman og mynda heild.

  „Í dáleiðslunni sá ég skýrt hvað hafði komið fyrir mig þegar ég var barn. Og þótt það hafi verið mjög erfitt að rifja þetta upp og sjá þetta svona skýrt, þá var gott að fá staðfestingu á því að þetta var ekki ímyndun og ég var ekki að verða geðveik.“

  Viðtalið í heild má lesa í nýjasta tölublaði Vikunnar.

  Tryggðu þér áskrift að Vikunni í vefverslun

  Myndir / Hallur Karlsson
  Förðun / Emilíanna Valdimarsdóttir

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is