2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Dauði og dramtík hjá Verdi

  Hrund Ósk er ung, íslensk ópersöngkona sem ætlar að takast á við dauðann í óperum Verdis í Salnum í Kópavogi laugardaginn 17. nóvember.

  Guiseppe Verdi er eitt af stóru nöfnunum í óperuheiminum. Hann var mikill leikhúsmaður og dramatík einkennir verk hans. Oft hefur verið talað um að ekki sé á hvers söngvara færi að syngja Wagner og Verdi. Hrund Ósk er búsett í Berlín en kemur reglulega heim til að syngja fyrir landa sína. En hver var hvatinn að því að hún ákvað að halda þessa tónleika? „Ég kom heim í apríl síðastliðnum og hélt tónleika til heiðurs Mariu Callas,“ segir hún. „Þar var ég með blöndu af Strauss-ljóðum og aríum úr hennar helstu hlutverkum. Það gekk svo vel og fékk svo flottar móttökur að ég ákvað að láta ekki of langt líða til næstu tónleika og fór strax að leita að nýju konsepti. Það vildi svo til að ég hafði verið byrjuð að kafa aðeins dýpra í Verdi repertoir-ið að ég ákvað að tileinka honum tónleikana. En dagsetninguna valdi ég líka af því að ég var að eignast glænýja bróðurdóttir sem mig langaði að auðvitað að kynnast – svo ég ákvað að slá tvær flugur í einu höggi í þessari heimsókn til Íslands.“

  Ítarlegra viðtal við Hrund Ósk er að finna í nýjustu Vikunni.

  Death by Verdi eða Dauðinn eftir Verdi er yfirskrift tónleikanna, hvers vegna valdir þú hana? „Drama er það fyrsta sem ég hugsa þegar talað er um Verdi,“ segir Hrund Ósk. „Og hvað er dramatískara en dauðinn í óperum – mér fannst þessi yfirskrift ná þeim punkti. Þannig að þema tónleikanna varð drama og hvernig hann notaði, ekki alltaf en oft, dauða aðalkvenhetjunnar til að ná fram dramatískustu hápunktunum í óperunum sínum.

  Fyrst langaði mig að fjalla um konurnar í óperunum hans út frá sögu femínista og baráttu kvenna á þessum tíma. En eftir því sem ég las meira um hann skildi ég að maður þarf nálgast þær út frá hugmyndum hans um hverjir meginþættir að góðu drama eru og hvernig maður raðar þeim saman til að ná að skapa sem bestu áhrifin. Allt sem þær gera og segja og eru á uppruna sinn í að skapa sem dramatískustu áhrif fyrir áhorfendur.

  Drama er það fyrsta sem ég hugsa þegar talað er um Verdi.

  AUGLÝSING


  En þá hélt ég áfram að lesa og mér varð ljóst að það var margvíslegt annað sem hafði áhrif á lokaútgáfu hvers söguþráðs og örlög hvers karakters í hverri óperu fyrir sig – og eitt sem mikilvægt er að hafa í huga er tímabilið sem Verdi var uppi á og hvernig samfélagið var sem hann lifaði og starfaði í. Verdi lifði frá 1813-1901 og á þeim tíma var Ítalía undirlögð af Risorgimento-hreyfingunni sem var pólitísk og félagsleg hreyfing sem barðist fyrir sameiningu mismunandi ríkja á ítalska skaganum. Gríðarleg pólitískt umrót átti sér stað á þessum tíma.“

  Hrund Ósk telur að snilld Verdis hafi ekki síst falist í því að geta dregið upp myndir sem fólk skildi og mála þær þannig að þær upphófu tærleika tilfinninganna í hverri senu fyrir sig. Henni finnst það meðal annars gera list Verdis spennandi en hún er full tilhlökkunnar að stíga á sviðið í Salnum og leyfa aríunum að flæða um hann. Ítarlegra viðtal við Hrund Ósk er að finna í nýjustu Vikunni.

  Mynd / Álfheiður Erla Guðmundsdóttir

  Ekki missa af þessum

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is