2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Dekraðu við sjálfan þig einu sinni í viku

  Tilvalið er að taka frá eitt kvöld í viku og dekra við sjálfan sig.

  Ýmsar matvörur úr eldhússkápunum geta nýst í þessum tilgangi og hér koma nokkrar skemmtilegar uppástungur sem geta stuðlað að vellíðan og búið ónæmiskerfið undir veturinn.

  Grænt te geut runnið gegn áhrifum sígarettureyks á húðina og það hefur einnig sýnt sig að það hjálpar til við að gera við skemmdir af völdum sólarljóss.

  1. Klæjar þig? Vefðu þá ísmolum inn í handklæði og nuddaðu húðina með því. Eftir nokkrar mínútur dregur úr kláðanum en rakt handklæðið mýkir og gefur húðinni raka, nuddið eykur svo blóðflæði til húðarinnar. Gerðu þetta samt ekki svo lengi að þér verði mjög kalt.

  2. Berðu aloe vera gel á mjög þurra bletti. Margir verða mjög þurrir á olnbogum, hnjám og hælum. Sýrurnar í aloe vera plöntunni leysa upp dauðar húðfrumur og hraða endurnýjunarferli húðarinnar. Ef þú átt aloe vera plöntu, þá skerðu eitt lauf af henni og klýfur það. Nuddaðu síðan olnboga, hæla og hné með gelkenndu innri hliðinni á laufinu. Þeir sem ekki búa svo vel að eiga aloe vera plöntu í fullri rækt geta keypt gel úti í apóteki.

  AUGLÝSING


  3. Greipsafi getur gert sama gagn og aloe vera. Skerðu í greipávöxt í tvennt, skrúbbaðu olnboga, hæla og aðra staði þar sem þurr og skorpin húð finnst með líkamsskrúbbkremi. Leggðu síðan sitt hvorn helminginn af greipinu við olnbogana eða hælana og láttu hvíla í ávextinum í 15 mínútur. Eftir þann tíma ætti húðin að vera orðin mjúk og falleg.

  4.  Helltu upp á lítra af grænu te að morgni og geymdu í ísskápnum og drekktu síðan yfir daginn. Teið inniheldur mikið af andoxunarefnum og mólekúl sem vinna gegn sindurefnum. Að auki getur grænt te unnið gegn áhrifum sígarettureyks á húðina og það hefur einnig sýnt sig að það hjálpar til við að gera við skemmdir af völdum sólarljóss. Það er mjög gott að setja sítrónu í teiið því ávaxtasýrurnar hjálpa einnig til við að laga skemmdir.

  5. Notaðu hvítlauk í mat á hverjum degi. Dönsk rannsókn frá árinu 1996 sýndi fram á að húðfrumur endurnýja sig mun hraðar í tilraunadiskum sé þeim gefinn hvítlaukur. Þær urðu mun fallegri og unglegri útlits. Auk þess vann hvítlaukurinn gegn vexti húðkrabbameinsfrumna.

  Texti / Steingerður Steinarsdóttir

  Lestu meira

  Engar færslur fundust.

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is