2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Doppur og djarfir litir

  Litskrúðugar flíkur, fjaðrir og buxnadragtir eru heitasta heitt um þessar mundir.

  Skærustu neonlitir
  Ef þið hafið notað merkipenna til að lita yfir mikilvæga kafla í námsbókunum í gamla daga og fundist þeir fallegir getið þið glaðst. Neongrænt, skærbleikt, gult og æpandi appelsínugult eru litir sem koma sterkir inn. Það er gaman að blanda þessum litum saman við svart og fá út áhugavert og eftirtektarvert heildarútlit. Tom Ford, Christopher John Rogers og Courreges sýndu glæsilegan fatnað í þessum líflegu og flottu litum, stundum tónaða niður með mildari blæbrigðum og stundum ekki.

  Buxnadragtir halda velli
  Buxnadragtir af öllum stærðum og gerðum halda velli. Þær eru vel sniðnar og klæðilegar en jafnframt í djörfum litum og vesti eru komin inn sem aldrei fyrr. Þau eru notuð bæði undir jakkann og án hans. Burberry og Etro leiða þessa tísku.

  AUGLÝSING


  Fjöðrum fengin
  Virðulegir kvöldkjólar fá allt annan svip séu þeir skreyttir fjöðrum og í sumar verða þeir það. Burberry, Valentino, Attico og fleiri kjósa að nota fjaðrir til að gefa fatnaði sínum svip og meiri dirfsku. Þetta er létt efni og fallegt og óneitanlega gaman að sjá þetta aftur en síðast mátti sjá fjaðurskreyttar konur á fimmta og sjötta áratug síðustu aldar.

  Doppur og aftur doppur
  Doppur eru alltaf heillandi og núna eru þær sannarlega í tísku. Frumlega fólkið á bak við Dries Van Noten og Christian Lacroix fundu leið til að lyfta doppum á hærri stall og Wes Gordon hjá Carolina Herrera var alveg með á nótunum.

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is