2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Dularfullar verur á kreiki

  Ýmiss konar þjóðtrú og hindurvitni tengjast jólum og áramótum.

  Jólageitin

  trúði fólk því að jólageitin væri ósýnileg vera sem kæmi um jól og sá til þess að jólaundirbúningurinn væri á réttu róli.

  Í Svíþjóð trúði fólk því að jólageitin væri ósýnileg vera sem kæmi um jól og sá til þess að jólaundirbúningurinn væri á réttu róli. Menn klæddust þá geitabúningi og fóru um bæinn og syngdu, léku leikrit og stríddu fólki. Talið er að þessi hefð sé frá því fyrir tíma kristninnar á Norðurlöndunum.

  Á 19. öld breyttist hlutverk geitarinnar og fór hún að bera út gjafir til fólks. Íslendingar þekkja geitina sennilega mest frá IKEA.

  AUGLÝSING


  Tomte/Nisse/Nils

  Jólanissarnir í Danmörku og hinum Norðurlöndunum eru litlir dvergar með mikið skegg og klæðast litríkum fötum. Dvergarnir vernda börn og dýr frá illsku. Þeir eru þekktir fyrir að hjálpa við heimilisverkin á bóndabæjum en eru skapstirðir. Ef þeir verða reiðir eru þeir líklegir til að stríða fólki og jafnvel drepa húsdýr. Dvergarnir gefa börnum gjafir og nota dyrnar til þess að komast inn í hús. Börn skilja eftir hafragraut handa þeim svo þeir fái eitthvað að borða. Þeir eru oft sýndur með svín sér við hlið.

  Dvergarnir vernda börn og dýr frá illsku. Þeir eru þekktir fyrir að hjálpa við heimilisverkin á bóndabæjum en eru skapstirðir. Ef þeir verða reiðir eru þeir líklegir til að stríða fólki og jafnvel drepa húsdýr.

  Jólakötturinn

  Í sumum útgáfum þjóðsagna étur þessi ófrenja bæði börn og fullorðna.

  Í íslenskri þjóðtrú er að finna ýmsar skaðræðisskepnur og er jólakötturinn vafalaust á meðal þeirra verstu.

  Kötturinn var einskonar húsdýr hjá Grýlu og Leppahlúða og eitt helsta hlutverk hans að éta þá sem ekki fengu nýjar flíkur fyrir jól, aðallega börn. Af þeim sökum var börnum gjarnan gefið einhver spjör fyrir jól, svo sem sokkar eða skór, svo þau þyrftu ekki að klæða köttinn eins og sagt var.

  Í sumum útgáfum þjóðsagna étur þessi ófrenja bæði börn og fullorðna og í öðrum einungis mat barnanna.

  Álfar og huldufólk

  Samkvæmt íslenskri þjóðtrú var talið að álfar og huldufólk flyttu búferlum og fyndu sér nýjan bústað á áramótum. Þá var talið að álfarnir og huldufólkið ættu til að koma við á bæjum og

  Talið var að álfar og huldufólkið ætti til að koma við á bæjum í gamla daga.

  því skapaðist sú hefð að fólk þreif húsakynni sín hátt og lágt. Voru ljós látin loga í öllum hornum og húsfreyjan gekk um bæinn að verki loknu og hafði yfir eftirfarandi brot úr þulu:

  Komi þeir sem koma vilja

  Veri þeir sem vera vilja

  Fari þeir sem fara vilja

  Mér og mínum að meinlausu

  Álfar, tröll, jólasveinar og aðrar þekktar íslenskar vættir koma líka við sögu á brennum.

   

  Lestu meira

  Engar færslur fundust.

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is