• Orðrómur

Dundað með börnunum í desember

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Jólin eru hátíð barnanna og ef börnin eru áhugasöm um jólaundirbúninginn er um að gera að leyfa þeim að taka þátt.

Aðventan og jólin snúast nefnilega, þegar allt kemur til alls, um samveru með ástvinum.

Mála keyptar piparkökur (eða baka sjálf)

Mörgum börnum finnst skemmtilegt að mála piparkökur og það þarf ekki að vera mikið vesen. Það eina sem þarf eru keyptar piparkökur, flórsykur og matarlitur. Einnig má nota keyptan litaðan glassúr og einfalda lífið enn frekar. Til dæmis er mjög fallegt að mála piparköku í einum lit, hvítum til að mynda, og mála svo fíngert mynstur með mjóum pensli ofan á. Þá er best að leyfa undirlaginu að þorna alveg áður en hafist er handa við fínvinnuna. 

- Auglýsing -

Stinga negulnöglum í appelsínur

Ilmurinn af negulnöglum og appelsínum eru jólin í hnotskurn. Börn geta dundað sér við þetta langtímum saman og þá er um að gera að nota ímyndunaraflið og búa til alls kyns mynstur. Þeir sem eru lengra komnir geta líka skorið út mynstur með hníf og stungið negulnöglum í kring.

Stjörnur úr kanilstöngum.

- Auglýsing -

Það er einstaklega fallegt að búa til stjörnur úr sex kanilstöngum, líma þær saman, binda girni í þær og hengja á jólatréð. Þær má síðan skreyta með greni, stjörnuanís eða hverju sem hugmyndaflugið býður upp á. Einnig má leyfa hugmyndafluginu að ráða og gera alls kyns skúlptúra úr kanilstöngum, anísstjörnum og greni. Lyktin af kanil minnir marga á jólin og þess vegna er um að gera að nota kanilstangir sem mest um hátíðarnar.

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Sólveig lést í morgun eftir slys í Hvalfirði

Sólveig Katrín Hallgrímsdóttir sem féll í skriðu í Hvalfirði síðastliðið þriðjudagskvöld lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi...

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -