2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  „Ég er algjör krummi í mér“

  Einhverjir þekkja kannski Önnu Rún Frímannsdóttur af sjónvarpsskjánum frá því fyrir nokkrum árum en hún var þula hjá Ríkissjónvarpinu um tíma. Hún segist vera með afslappaðan stíl sem hún poppi upp með flottum fylgihlutum og blandar saman glamúr og þægindum. Vikan fékk að kíkja í fataskápinn hennar sem geymir margt fallegt.

  Anna Rún er menntaður íslensku- og fjölmiðlafræðingur frá Háskóla Íslands og förðunarfræðingur. Óhætt er að segja að hún hafi alls konar skemmtilega reynslu að baki. „Já, ég hef unnið sem sminka hjá RÚV, blaðamaður, stílisti, sjónvarpsþula og förðunarkennari svo fátt eitt sé nefnt. Í dag starfa ég sem lífsstílsleiðbeinandi hjá Herbalife Nutrition en ég elska að hjálpa fólki að ná árangri og bæta lífsstíl sinn. Svo hef ég sungið með Rokkkór Íslands síðastliðin fjögur ár.“

  „Louis Vuitton-hliðartaskan mín og gammelrose og bronsaði klúturinn í stíl sem minn heittelskaði gaf mér en Louis Vuitton hefur löngum verið uppáhaldsmerkið mitt. Svo er rauða Fanny-leðurtaskan frá Andreu líka mikið notuð þessa dagana.“ Mynd/Hallur Karlsson

  Anna Rún segist vera með afslappaðan stíl sem hún poppi upp með flottu skarti, klútum, beltum og öðrum fylgihlutum. „Ég elska glamúr í bland við þægindi og passa að mixa því alltaf vel saman. Mér líður best í leggings/sokkabuxum og flottum kjól en eftir vinnudaginn elska ég að skipta yfir í kósíbuxur, hlýrabol og ullarsokka.“

  „Nýjasta flíkin í fataskápnum er þessi oversized-kjólaskyrta með skæru mynstri og svartur kjóll sem ég keypti til að syngja í á tónleikum.“ Mynd/Hallur Karlsson

  AUGLÝSING


  Aðspurð segist hún versla oftast í Zöru, Other Stories og Mango. „Ég kem alltaf heim með fullt fangið af alls konar góssi þegar ég kemst í þær búðir. Ég elska líka að fara í Louis Vuitton, Prada og Gucci þegar ég er erlendis en þær standa alltaf fyrir sínu þegar kemur að fylgihlutum eins og töskum og klútum. Ég hef ekki verið nógu dugleg við að nota netverslanir því ég þarf alltaf að máta og koma við flíkina og finna hvernig hún er.“

  „Ég er týpan sem mætir í óþægilegu hælunum á árshátíðina af því að þeir eru svo sjúklega flottir en tek samt með mér aðra þægilegri til að geta gripið í seinna um kvöldið.“ Mynd/Hallur Karlsson

  Anna Rún segist falla fyrir öllu sem glitrar. „Ég er algjör krummi í mér, fell oftast fyrir fallegum og þægilegum kjólum og öllu sem er glitrandi eða með pallíettum. Ég myndi segja að maður falli fyrst fyrir útlitinu en að svo verði þægindin klárlega að fylgja með. Ég er týpan sem mætir í óþægilegu hælunum á árshátíðina af því að þeir eru svo sjúklega flottir en tek samt með mér aðra þægilegri til að geta gripið í seinna um kvöldið.“

  „Blái, doppótti kjóllinn minn sem pabbi var svo sætur að gefa mér óvænt þegar við fórum í bæjarferð saman í vetur. Foreldrar manns hætta seint að dekra mann þótt maður sé orðinn fullorðinn sjálfur en foreldrar mínir eru einstaklega duglegir við það.“ Mynd/Hallur Karlsson

  Í hnotskurn

  Fullt nafn: Anna Rún Frímannsdóttir.
  Aldur: 43 ára.
  Starfsheiti: Lífsstílsleiðbeinandi hjá Herbalife Nutrition.
  Áhugamál: Heilsa, hreyfing, útivera, ferðalög, tíska, förðun, söngur, skipulag, lestur góðra bóka og síðast en ekki síst samvera með fjölskyldu og vinum, sem er mikilvægari en allt.
  Fallegasti fataliturinn? Rosegold, rauður og gylltur.
  Besta lykt í heimi? Tom Ford – Black Orchid sem hefur verið mitt uppáhaldsilmvatn í rúm tíu ár.
  Skyldueign í fataskápinn? Flottur, svartur blazer sem gengur við allt. Þannig getur maður poppað upp alla kjóla og buxur.
  Skemmtilegast að kaupa? Kjóla, peysur og fallega skó.
  Leiðinlegast að máta? Buxur og bikiní; maður er svo lengi í fataklefanum að klæða sig úr og í.

  Anna Rún Frímannsdóttir er lífsstílsleiðbeinandi hjá Herbalife Nutrition. Mynd/Hallur Karlsson

  Ekki missa af þessum

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is