„Ég er mjög veikur fyrir skjalli“

Arnar Tómas Valgeirsson, umsjónarmaður Hlaðvarpsins á Fréttablaðinu, er forsprakki hins vinsæla Facebook-hóps Bylt Fylki þar sem meðlimir deila plakötum af erlendum kvikmyndum undir yfirskrift eigin þýðingar. Við fengum Arnar Tómas í smá yfirheyrslu.

Hvar líður þér best? Á Eyrarbakka.
Hvað óttastu mest? Öll stig sársaukakvarðans.
Hvert er þitt mesta afrek? Hárið mitt.
Áhugamál? Orðaleikir, tölvu- og borðspil, skyndibiti og hryllingsmyndir.
Býrðu yfir leyndum hæfileika? Ef ég geri það mætti hann alveg fara að birtast.
Hver er mesta áhætta sem þú hefur tekið? Að panta steikina mína rare á vafasömu steikhúsi í Filippseyjum.
Hver væri titillinn á ævisögunni þinni? Ónytjungskviða.
Hvað geturðu sjaldnast staðist? Ég er mjög veikur fyrir skjalli, hversu óverðskuldað eða ómerkilegt sem það kann að vera.
Hvað færðu þér í Bragðaref? Það breytist með hverri heimsókn því ég er svo ofboðslega spontant og spennandi týpa.
Instagram eða Snapchat? Instagram er smekklegra.
Hvaða þættir eru í uppáhaldi hjá þér þessa stundina? Chernobyl! Ég bíð svo spenntur eftir næstu seríum af The Terror og Silicon Valley.

Ekki missa af þessum

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is