• Orðrómur

„Ég fann að ég hafði saknað hennar en samt fann ég líka hvernig þyngslin helltust yfir mig aftur“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Leikkonan Íris Tanja Flygenring fer með burðarhlutverk í sjónvarpsþáttunum Kötlu úr smiðju leikstjórans Baltasars Kormáks sem verða teknir til sýningar á Netflix 17. júní næstkomandi. Íris segir að hún hafi þurft að fjarlægja Ásu, persónuna sem hún leikur í þáttunum, hægt og rólega eftir tökurnar. Ása sé flókin persóna en þær eigi eitt og annað sameiginlegt.

Þegar Íris talar um persónu sína í þáttunum, Ásu, er greinilegt að henni þykir vænt um hana. „Já, hún varð rosalega stór hluti af mér. […] Eftir að tökum lauk þurfti ég að fara í stúdíó til að laga hljóðið og það var dálítið magnað að upplifa hvernig ég datt strax inn í það að vera Ása, bara svona,“ segir Íris og smellir fingrum til áherslu. „Þá voru um fjórar vikur frá því tökum lauk og ég var byrjuð að leika annan karakter í Ófærð 3. Ég fann að ég hafði saknað hennar en samt fann ég líka hvernig þyngslin helltust yfir mig aftur. Ása er mjög flókin persóna. Ég fann að ég þurfti að vinna í því að fjarlægja hana hægt og rólega, eins og ég væri að flysja lauk.“

Hvað eigið þið Ása sameiginlegt?
„Við erum líkar að mjög mörgu leyti. Ása þurfti að axla ábyrgð rosalega snemma, sem hún kunni kannski ekki alveg að standa undir og vildi kannski ekkert endilega. Það var eitthvað á hana lagt sem hún átti ekki að þurfa að taka ábyrgð á og kannski notaði hún mismunandi aðferðir til þess að fá frelsi frá þeirri ábyrgð. Ég eignaðist barn ung, 21 árs, og flutti snemma að heiman. Ég hef alltaf verið svolítið sjálfstæð. Ása vill gera sitt besta en svo eru manneskjur einfaldlega færar um mismikið og það er svolítið hættulegt þegar þeim er þröngvað í einhverjar aðstæður sem þær ráða ekki við af því að þá annaðhvort koma klærnar út eða viðkomandi bakkar. Ég veit ekki hvort er betra.“

- Auglýsing -

Viðtalið má lesa í heild sinni í nýjasta tölublaði Vikunnar.

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Elsta tímarit landsins um daglegt líf, tísku, menningu, mat og lífsstíl.

Tryggðu þér árs áskrift og fáðu vikuleg tölublöð á 832 kr. stykkið eða kauptu stakt blað á 1.795 kr.

- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Samfélagsleg sóun á hæfileikum kvenna

Þórey Vilhjálmsdóttir Proppé er einn eigenda ráðgjafarfyrirtækisins Empower sem sérhæfir sig í jafnréttismálum. Fyrirtækið hefur m.a. þróað...

Nýtt í dag

Vopnaður unglingur handtekinn

Handtaka þurfti unglingspilt síðastliðna nótt í Breiðholti. Pilturinn er grunaður um ógnandi tilburði með eggvopni og hótanir.Foreldrar...

Stuðmenn styðja Vilhjálm

Stuðmennirnir Egill Ólafsson og Jakob Frímann Magnússon eru með stórmerkilega stuðningsyfirlýsingu við sjálfstæðismanninn Vilhjálm Bjarnason í Mogganum...

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -