• Orðrómur

„Ég gat ekki gert sjálfri mér að segja nei við ástinni“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Sara Oskarsson kveður að sinni svið stjórnmálanna eftir úrslit í prófkjöri Pírata. Nýlega fertug hyggst hún reyna fyrir sér á nýjum vettvangi, kvikmyndaheiminum. Eftir margra ára baráttu hefur Sara náð að hemja storminn sem geisað hefur innra með henni og horfir nú björtum augum til framtíðar, nýtrúlofuð manninum sem bjargaði henni fyrir sautján árum á hennar erfiðasta degi.

Í desember 2018 fóru Sara og Sigurþóra Bergsdóttir til Kaupmannahafnar til að skoða úrræði sambærileg Berginu, sem Sigurþóra stofnaði, en Sara situr í stjórn Bergsins. Í flugvélinni ákvað Sara að senda skilaboð til Andra, mannsins sem var til staðar fyrir hana daginn sem móðir hennar lést árið 2004.

„Ég áttaði mig á því að ég hafði ekki farið til Kaupmannahafnar síðan mamma dó og spurði hann um heimilisfangið á staðnum sem við vorum á þann dag. Ég stakk upp á að hittast í kaffibolla, var meira í því að sýna kurteisi, en nennti ekkert endilega að hitta hann. Hann sendi mér heimilisfangið og sagðist vilja hitta mig. Við hittumst í kaffibolla og mynduðum sterk tengsl um leið. Við urðum bara ástfangin á svipstundu. Ég gat ekki gert sjálfri mér að segja nei við ástinni sem ég vissi fyrir víst að var sönn ást,“ segir Sara. „Við tók erfitt tímabil í kringum skilnaðinn og það erfiðasta sem ég hef upplifað fyrir utan að missa mömmu. Þetta var eins og að rífa úr mér hjartað og hoppa ofan á því. Að sjá börnin sín líða illa og vita að maður gæti valið það sem þau vildu; að mamma og pabbi yrðu áfram saman. Að velja ekki þá leið kallaði á mikið hugrekki innra með mér.“

- Auglýsing -

Lestu viðtalið við Söru í nýjasta tölublaði Vikunnar. Vikan kemur út alla fimmtudaga og fæst á næsta sölustað eða í áskrift.

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Elsta tímarit landsins um daglegt líf, tísku, menningu, mat og lífsstíl.

Tryggðu þér árs áskrift og fáðu vikuleg tölublöð á 832 kr. stykkið eða kauptu stakt blað á 1.795 kr.

- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Sigurjón og skyr slá í gegn í nýrri herferð

Sigurjón Kjartansson framleiðandi með meiru fer með aðalhlutverkið í nýrri auglýsingu bandaríska skyrframleiðandans Icelandic Provisions. Aug­lýs­ing­in er...

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -