„Ég geng nánast bara í kjólum“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Snærós Sindradóttir starfar sem verkefnisstjóri RÚV núll en var áður blaðamaður hjá Fréttablaðinu og hlaut blaðamannaverðlaun Blaðamannafélags Íslands fyrir viðtal ársins 2016. Hún segist aðallega kaupa föt og fylgihluti í erlendum netverslunum en skó og sólgleraugu kaupi hún hér heima enda verði hún að máta til að vera sátt.

 

Snærós er að eigin sögn með kvenlegan stíl og fílar oft best að vera í frekar þröngum fötum, jafnan í hælaskóm og reynir að klæðast litríku. „Ég geng nánast bara í kjólum og fell langoftast fyrir litríkum kjólum úr góðum teygjuefnum. Ekkert er meira flatterandi á líkamanum en vandað teygjuefni sem aflagast aldrei og gerir manni kleift að hreyfa sig að vild. Þægindi og útlit fara þar fullkomlega saman.“

Uppáhaldsflíkin. „Það sem ég nota mest breytist í hverjum mánuði en ég myndi segja að uppáhaldsflíkin mín sé þessi forláta vintage-kjóll sem ég fékk í jólagjöf fyrir fimm árum síðan.“

Hún segist kaupa föt og fylgihluti nær eingöngu á ASOS, í Lindex og vintage-búðunum. „Sem plus size-díva verð ég að segja að úrvalið hérna heima er alveg glatað en þessar umræddu verslanir eru með bestu stærðirnar. Plus size-föt eru svo oft með lélegum og óklæðilegum sniðum, skelfilegum mynstrum og úr lélegum og jafnvel ljótum efnum. Í Lindex þarf ég til dæmis ekki að styðja mig við plus size-deildina því verslunin býður upp á svo klæðilegar stærðir í minni deildinni.

„Plus size-föt eru svo oft með lélegum og óklæðilegum sniðum, skelfilegum mynstrum og úr lélegum og jafnvel ljótum efnum.“

ASOS stendur svo alltaf fyrir sínu fyrir okkur konurnar með auka umfang og þar eru bestu snið á gallabuxum sem ég hef kynnst.“

Nýjustu kaupin í fataskápnum. „Þennan röndótta kjól keypti ég á ASOS og hann er fullkominn. Ég get snúið honum bæði fram og aftur eftir því hvernig ég vil hafa hálsmálið. Smávegis svona „business in the front, party in the back“.“

Aðspurð um skyldueign í fataskápnum segir Snærós að svört „pencilskirts“ passi við allt og geti bæði verið sparileg og hversdagsleg. „Svo þurfa allir að eiga góðan leðurjakka. Þessa dagana leita ég logandi ljósi að þessum klassísku hversdags ökklastígvélum með þykkum hæl en er aldrei nógu ánægð með það sem ég finn.“

Uppáhaldsfylgihluturinn. „Uppáhaldsfylgihluturinn eru þessir fallegu silfureyrnalokkar frá Aurum by Guðbjörg sem maðurinn minn gaf mér á konudaginn.“

Fullt nafn: Snærós Sindradóttir.
Starfsheiti: Verkefnisstjóri RÚV núll.
Aldur: 27.
Áhugamál: Ferðalög og að elda góðan mat, eða frekar kannski að borða góðan mat.
Fallegasti fataliturinn? Rauður.
Besta lykt í heimi? Lyktin af ferskri basilíku og af þeyttu smjöri og sykri saman.
Þægindi eða útlit? Útlit. Ég á ekki einu sinni jogging-galla.
Hvað finnst þér skemmtilegast að kaupa? Mér finnst langskemmtilegast að kaupa mér fallegar yfirhafnir og skó en geri allt of lítið af því.
Hvaða flík er leiðinlegast að máta? Eru ekki allir á einu máli hér? Brjóstahaldara.

Flíkin með mesta tilfinningalega gildið. „Brúðarkjóllinn minn. Ég keypti hann í vintage-búð í Berlín sem ég var ekki mjög vongóð um að finna neitt í. Mig langaði aldrei að vera í hvítum kjól svo þessi dökkblái silkikjóll var fullkominn. Hvítu liljurnar á honum náðu svo að fanga mjög brúðarlega stemningu.“

Myndir / Hallur Karlsson

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Forsíðuviðtal Mannlífs

Lestu meira