• Orðrómur

„Ég get varla tekið ákvörðun sjálf“ – Að hætta í sundinu var stærsta ákvörðunin

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Hrafnhildur Lúthersdóttir segir frá því í viðtali við Vikuna að hún eigi mjög erfitt með að taka ákvarðanir upp á eigin spýtur. Hún telur það vera neikvæða afleiðingu þess að hafa verið í atvinnumennsku. Hún segist hafa verið í vernduðu umhverfi svo lengi þar sem flestra stórar ákvarðanir voru teknar fyrir hana. Hún segist líka eiga það til að ofhugsa hluti og að það sé eitthvað sem hún þróaði með sér í sundinu.

„Ég ofhugsa allt og efast mikið um mig, mér finnst eins og ég þurfi að ganga í augun á öllum og láta öllum líka vel við mig. Hvað ákvarðanirnar varðar þá áttaði ég mig betur á þessu eftir á, hvað þjálfarinn minn tók margar ákvarðanir fyrir mig. Hann sá náttúrlega um að skipuleggja allt fyrir mig og sagði mér bara hvert og hvenær ég átti að mæta. Hann ákvað líka á hvaða mótum ég myndi keppa og aðstoðaði mig með peningamál því að hann vildi ekki að ég væri að hafa áhyggjur af fjármálum á meðan ég átti að einbeita mér að sundinu. Ég hef alltaf verið heppin með að hafa gott stuðningsnet en þetta varð samt til þess að ég get varla tekið ákvörðun sjálf,“ segir Hrafnhildur. Hún tekur fram að þjálfarinn hennar, Klaus-Jürgen Ohk, hafi reynt að halda henni vel inni í málunum en að hún hafi falið honum að taka flestar ákvarðanir.

„Hann sá náttúrlega um að skipuleggja allt fyrir mig og sagði mér bara hvert og hvenær ég átti að mæta.“

Hún segir að ákvörðunin um að hætta í sundi hafi verið ein sú stærsta sem hún hafi tekið á lífsleiðinni og að það hafi verið sér mjög erfitt.

- Auglýsing -

„Ég þurfti að tala við svo marga og fá þeirra álit. Ég vissi innst inni að ég vildi hætta en ég gat bara ekki tekið endanlega ákvörðun. Ég var svo hrædd um að ég væri að gera mistök sem ég myndi sá eftir,“ útskýrir Hrafnhildur. „Ég þurfti stöðugt að spyrja pabba og mömmu og vildi fá þeirra leiðsögn en þetta var bara ekki þeirra ákvörðun að taka.“ segir Hrafnhildur.

Spurð út í hvort það sé einhver eftirsjá hjá henni í dag segir hún hiklaust nei. „Það er engin eftirsjá og ég sé að þetta var rétt ákvörðun hjá mér. Ég var búin að gera allt mitt og er ánægð með afrekin.“

Lestu viðtalið við Hrafnhildi í heild sinni hérna.

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Sigurjón og skyr slá í gegn í nýrri herferð

Sigurjón Kjartansson framleiðandi með meiru fer með aðalhlutverkið í nýrri auglýsingu bandaríska skyrframleiðandans Icelandic Provisions. Aug­lýs­ing­in er...

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -