„Ég hef reynt að tileinka mér jákvæðni pabba og Esterar Evu, systur minnar“

Deila

- Auglýsing -

Sara Dís Gunnarsdóttir missti eldri systur sína og föður með aðeins þriggja mánaða millibili árið 2017. Hún hefur glímt við mikinn kvíða frá því allt dundi yfir og veröldin hrundi en segir að þessi sára reynsla hafi gefið sér breytta sýn á lífið og hún vilji lifa því til fulls með jákvæðni að leiðarljósi.

Hún segir að samfélagsmiðlar eigi sinn þátt í að ungar stúlkur og konur finni fyrir þunglyndi og kvíða vegna pressunnar sem gerð er um fullkomið útlit og fullkomna veröld, sem þó sé ekki til. Sjálf þurfi hún að vinna í því að bæta sjálfstraustið og öðlast trú á sjálfri sér.

„Ég hef reynt að tileinka mér jákvæðni pabba og Esterar Evu, systur minnar,“ segir Sara Dís þar sem við sitjum á kaffihúsi í Kringlunni að loknum vinnudegi í byrjun júní. „Eiginlega í þeirra minningu því ég veit að það myndi gleðja þau, þau voru bæði svo jákvæð og lífsglöð.“

Sara Dís er í forsíðuviðtali Vikunnar Mynd / Hallur Karlsson

Eldri systir Söru Dísar, Ester Eva, lést úr magakrabbameini 2. júní 2017 og faðir þeirra systra, Gunnar Þórir Gunnarsson, varð bráðkvaddur aðeins rétt rúmlega þremur mánuðum síðar, 18. september. Fjallað var um veikindi Esterar Evu í fjölmiðlum hér á landi og brúðkaup hennar á dánarbeði en Ester Eva var búsett í Bandaríkjunum. Saga Söru Dísar er áhrifamikil og sterk og lýsir vel hvernig sorgin getur verið afl til góðra breytinga þótt hún sé líka sár og lamandi.

Í þessari nýju Viku er einnig að finna viðtal við Axel Ómarsson og Hilmar S. Sigurðsson sem reka Bryggjuna í Grindavík þar sem meðal annars er spjallað um humarsúpu, heimsókn Sigourney Weaver og varðveislu gamalla húsa.

Unnur Pálmarsdóttir talar um þá ástríðu sína fyrir líkamsrækt, kennslu og að hjálpa fólki til að bæta heilsu sína.

Anna Marsý dagskrárgerðarkona grunar mann sinn stundum um að reyna að eitra fyrir sér og talar einnig um mestu áhættu sem hún hefur tekið í lífinu.

Vikan skrapp hálfhring um Ísland á fimm dögum, kíkti í kirkjur í Stykkishólmi og skoðaði leiðir til að dekra við sig heima í stofu.

Þetta allt og ótalmargt fleira gott í nýrri og flottri Viku.

Kaupa blað í vefverslun

- Advertisement -

Athugasemdir