Brynhildur Guðjónsdóttir, Borgarleikhússtjóri, prýðir forsíðu nýjustu Vikunnar. Í viðtalinu segist hún telja að enginn geti farið heill í gegnum lífið án þess að vita uppruna sinn en sjálf var hún á unglingsaldri þegar hún fékk að vita að blóðfaðir hennar væri franskur.
Um unglingsaldurinn fékk Brynhildur að vita að blóðfaðir hennar væri franskur sem hún segir hafa skýrt það að hún hafi alltaf skorið sig aðeins úr, með sitt dökka hár og stóru brúnu augu. Hún hafi komist í samband við blóðföður sinn mörgum árum síðar, þegar hún var sjálf komin á fullorðinsár og stödd í fríi í Frakklandi. Þá hafi hún haft upp á honum og hringt í hann.
„Það var merkileg stund. Ég sagði honum að hann þekkti mig ekki neitt og ég væri ekki að fara fram á neitt frá honum en ég væri frá Íslandi og hugsanlega dóttir hans.“
Lestu viðtalið í heild í nýjasta tölublaði Vikunnar.