„Ég sagði honum að hann þekkti mig ekki neitt en ég væri hugsanlega dóttir hans“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Brynhildur Guðjónsdóttir, Borgarleikhússtjóri, prýðir forsíðu nýjustu Vikunnar. Í viðtalinu segist hún telja að enginn geti farið heill í gegnum lífið án þess að vita uppruna sinn en sjálf var hún á unglingsaldri þegar hún fékk að vita að blóðfaðir hennar væri franskur.

Um unglingsaldurinn fékk Brynhildur að vita að blóðfaðir hennar væri franskur sem hún segir hafa skýrt það að hún hafi alltaf skorið sig aðeins úr, með sitt dökka hár og stóru brúnu augu. Hún hafi komist í samband við blóðföður sinn mörgum árum síðar, þegar hún var sjálf komin á fullorðinsár og stödd í fríi í Frakklandi. Þá hafi hún haft upp á honum og hringt í hann.

„Það var merkileg stund. Ég sagði honum að hann þekkti mig ekki neitt og ég væri ekki að fara fram á neitt frá honum en ég væri frá Íslandi og hugsanlega dóttir hans.“

Lestu viðtalið í heild í nýjasta tölublaði Vikunnar.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Elsta tímarit landsins um daglegt líf, tísku, menningu, mat og lífsstíl.

Tryggðu þér árs áskrift og fáðu vikuleg tölublöð á 832 kr. stykkið eða kauptu stakt blað á 1.795 kr.

- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -