„Ég veit að þú trúir því ekki“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Hildur Birna Gunnarsdóttir er ein fimm kvenna sem skipa uppistandshópinn Bara góðar sem hefur slegið í gegn með uppistandi sínu. Hún segist óttast mest hlýnun jarðar og að detta á hausinn, sem hún geri iðulega í hálku. Hildi Birnu líður best heima og á sviði fyrir framan full sal af hlæjandi fólki. Hér beinir Vikan smásjánni að Hildi Birnu.

 

Fullt nafn: Hildur Birna Gunnarsdóttir.

Áhugamál: Uppistand, hundar og að lesa góðar bækur.

Starfsheiti: Sölustjóri hjá Optima og uppistandari.

Hvar líður þér best? Heima er LANG best. Og líka á sviði með fullan sal af hlæjandi fólki.

Hvað óttastu mest? Hlýnun jarðar og að detta á hausinn en ég er alltaf að detta í hálkunni. Um daginn flaug ég t.d. tvisvar sinnum á hausinn í sömu vikunni, niður útitröppurnar heima hjá mér og svo lá ég kylliflöt undir bílnum mínum fyrir utan Melabúðina.

Hvert er þitt mesta afrek? Að koma syni mínum til manns.

Býrðu yfir leyndum hæfileika? Ég get bitið í stóru tána á mér.

Hver er mesta áhætta sem þú hefur tekið? Að flytja til Borgarfjarðar eystra en á þeim tíma vissi ég ekki einu sinni að Borgarfjörður eystri væri til. Og jú, auðvitað líka að kaupa bíl með kúluláni.

Hver væri titillinn á ævisögunni þinni? Ég veit að þú trúir því ekki.

Hvað geturðu sjaldnast staðist? Að knúsa vini og ættingja.

Hvað færðu þér í Bragðaref? Ég borða nú voðalega sjaldan ís en ef ég myndi skella mér á einn Bragðaref myndi ég velja mars, piparbrjóstsykur og lakkrískurl.

Instagram eða Snapchat? Ég er með Instagram en kann ekkert á það svo ég verð að segja
Snapchat.

Hvaða þættir eru í uppáhaldi hjá þér þessa stundina? Ég verð að viðurkenna að ég horfi svakalega lítið á þætti þessa dagana. Ég er meira í því að lesa og finna mér skemmtilegt efni í uppistandið. En Black Mirror eru merkilegir og góðir þættir.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira