Föstudagur 3. febrúar, 2023
2.7 C
Reykjavik

Egill Helgason hugsar ekki of mikið um fortíðina eða framtíðina

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Egill Helgason, sjónvarpsmaður, segist vera kominn á þann aldur að finnast áramót ekki lengur skemmtileg. Hann strengir ekki áramótaheit, en hefur á árinu sem er að kveðja lagt áherslu á gönguferðir, sem lið í því að ná sér eftir erfiðan tíma fyrrihluta ársins, og hyggst herða enn gönguna á nýja árinu.

„Þegar maður er kominn á minn aldur finnst manni áramót ekki lengur skemmtileg,“ segir Egill. „Þau minna mann í senn á það hvað maður hefur lifað mörg áramót og á það hvað menn lifa í raun fá áramót á einni ævi. Maður fær semsé aðeins of stóran skammt af forgengileikatiilfinningu.“

Egill upplýsti um það á árinu að hann hefði glímt við kvíða sem hefði hamlað honum í lífi og starfi en hann segir seinnihluta ársins hafa snúist um það að lifa bara einn dag í einu.

„Ég hef náð því nokkuð vel núna í kóvíðinu – eftir nokkuð erfiðan tíma fyrri hluta árs, að lifa bara einn dag í senn,“ segir hann. „Hugsa ekki of mikið um fortíðina eða framtíðina. Ég vona að mér takist þetta áfram, en get auðvitað ekki verið viss um það. En á þessum óvissutíma þýðir eiginlega ekkert annað.“

Spurður hvaða aðferðum hann hafi beitt til að ná þessu jafnvægi segir Egill að gönguferðir séu lykilatriði.

„Góðar gönguferðir hafa verið einn lykillinn að þessu hjá mér og ég áforma að herða enn gönguna á næsta ári,“ útskýrir hann. „Of mikil innivera gerir mig pirraðan og ganga er besta hreyfingin. Held að Nietzsche hafi sagt eitthvað á þá leið að allar góðar hugsanir fæddust á göngu.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -