2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  „Eins og maður sé í þvottavél og þeytist á milli“

  Elín Sandra Skúladóttir greindist með brjóstakrabbamein fyrir tveimur árum. Í kjölfarið ákvað hún að taka mataræði sitt föstum tökum og gerðist vegan. Þrátt fyrir að læknarnir teldu líklegt að æxlin myndu ekki minnka nema um helming hurfu þau og Elín Sandra nýtti sér allar lækningaaðferðir, hefðbundnar og óhefðbundnar til að sigrast á sjúkdómnum.

   

  Nú stendur Elín Sandra fyrir ráðstefni í Hörpu um áhrif mataræðis á heilsu. Þar munu leiðandi sérfræðingar í heiminum stíga á svið fræða gesti um þetta mikilvæga og áhugaverða málefni.

  Elín Sandra er í forsíðuviðtali við Vikuna og blaðið kemur á sölustaði á morgun.

  Hún segist hafa þurft að bíða í um það bil tvo mánuði eftir að fá nákvæma greiningu og biðin hafi verið erfið. „Ég vissi ekkert hverju ég ætti von á. Og þetta greiningartímabil frá því að maður uppgötvar að maður er í vandræðum þangað til maður fær í rauninni að vita hversu miklum vandræðum, er langur og erfiður tími. Það er eins og maður sé í þvottavél og þeytist á milli án þess að vita hvað er að fara að gerast,“ segir Elín.

  AUGLÝSING


  Auk hennar eru í blaðinu viðtöl við Guðbjörgu Kristínu Ingvarsdóttur gullsmið hjá Aurum hönnuð bleiku slaufunnar í ár og Ilmi Eir Sæmundsdóttur, unga konu sem setti upp vefsíðu www.maur.is í fæðingarorlofi sínu til að tengja saman þjónustuaðila og væntanlega viðskiptavini.

  Enginn ætti heldur að missa af umfjöllun um sjónvarpsseríuna Unbelievable, en handritið byggir á raunverulegum atburðum og sýnir hversu hættulegt það getur reynst að trúa ekki konum þegar þær kæra nauðgun.

  Margt fleira mætti nefna því Vikan er alltaf stútfull af spennandi efni.

  Tryggðu þér áskrift að Vikunni í vefverslun

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is