• Orðrómur

Ekki allt sem sýnist á samfélagsmiðlum – „Ég var alls ekki hamingjusöm“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Leikkonan og samfélagsmiðlastjarnan Donna Cruz segir að henni hafið liðið illa á líkama og sál þegar hún keppti í fegurðarsamkeppni árið 2017. Á þeim tíma var hún virk á samfélagsmiðlum og af færslum hennar að dæma leit líf hennar út fyrir að vera fullkomið. Hún minnir fólk á að ekki er allt sem sýnist þegar kemur að samfélagsmiðlum.

Donna keppti í Ungfrú Ísland árið 2016. Í kjölfarið keppti hún í fegurðarsamkeppninni
Miss Asia Pacific International. „Það var allt önnur upplifun miðað við keppnina hérna heima. Þetta var allt saman eitthvað skrítið,“ segir Donna um Miss Asia Pacific
International.

„Það var mikið talað um að keppnin snerist um að upphefja konur og svo framvegis en svo voru margar stelpur í keppninni stöðugt að rífa hver aðra niður. Ég var heppin að eignast vinkonur þarna en það var mikið um baktal og mikið um skot og leiðindi,“ segir Donna. Hún segir að á þessum tíma hafi hún birt margar myndir og myndbönd á samfélagsmiðlum þar sem lífið og tilveran leit út fyrir að vera fullkomin.

- Auglýsing -

Mynd / Hallur Karlsson

„Ég sagði endalaust frá því hvað það væri gaman og æðislegt úti. Og jú, það var alveg gaman en þetta var líka mjög eitrað umhverfi og erfitt. Ég setti bara þetta skemmtilega inn og það sást engan veginn á samfélagsmiðlunum hvað mér leið illa, ég var að ganga
í gegnum sambandsslit sem höfðu mikil áhrif á mig og ég svaf og borðaði lítið. Ég var alls ekki hamingjusöm,“ útskýrir Donna í viðtali sem finna má í Vikunni.

Sagði sjálf rasíska brandara

- Auglýsing -

Í viðtalinu ræðir hún einnig rasisma sem hún segir þrífast á Íslandi, hún segir það hafa tekið hana langan tíma að þora að horfast í augu við þá staðreynd.

Donna flutti til Íslands frá Filippseyjum þegar hún var fjögurra ára og undanfarið hefur hún talað opinskátt á samfélagsmiðlum um hvernig það er að tilheyra minnihlutahóp á Íslandi.

„Ég lét eins og mér þætti rasískir brandarar fyndnir…“

„Það hefur alveg verið erfitt. Þegar ég var yngri tók ég undir rasíska brandara og sagði þá sjálf. Ég hef alltaf verið viðkvæm þegar kemur að kynþáttafordómum en ég tók þátt í að ýta undir rasisma vegna þess að ég vissi ekki betur. Ég lét eins og mér þætti rasískir brandarar fyndnir á meðan þetta hafði í raun og veru særandi áhrif,“ útskýrir Donna.

- Auglýsing -

Lestu viðtalið við Donnu í heild sinni í 3 tbl. Vikunnar þar sem hún ræðir meðal annars samfélagsmiðla, andlega líðan og heilsu og birtingamyndir rasisma á Íslandi. 

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Elsta tímarit landsins um daglegt líf, tísku, menningu, mat og lífsstíl.

Tryggðu þér árs áskrift og fáðu vikuleg tölublöð á 832 kr. stykkið eða kauptu stakt blað á 1.795 kr.

- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -