Eldhúsið tekið í gegn

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Nokkur ráð til að skipuleggja og koma eldhússkápunum í gott horf.

Jafnvel allra mestu snyrtipinnar eiga sér veikar hliðar. Hjá mörgum eru skáparnir á heimilinu sá hluti þess sem mætir afgangi og þótt flest annað sé í fullkomnu standi blasir óreiðan við þegar skáphurðirnar eru opnaðar. Hér koma nokkur góð ráð til að skipuleggja og koma eldhússkápunum í gott horf.

Það er tilvalið að nota tækifærið til að skoða síðasta söludag á krukkunum í kryddskápnum. Krydd geymist vel en bragðið dofnar með tímanum.

1. Gott er að hafa í huga áður en byrjað er, að þótt gaman sé að skreyta eldhúsið með hlýlegum munum ætti að halda eldhúsbekkjunum auðum að mestu leyti. Þeir eru vinnupláss og oft þörf fyrir þá þegar eldað er. Þá geta hlutir og annað orðið óhreint og slíkt borist í matinn. Ef fólk kýs að geyma áhöld á bekkjunum ætti reglan að vera að þrífa reglulega bæði krukkurnar undir þau og innihald þeirra.

2. Taktu fyrir einn skáp í einu. Byrjaðu á að raða upp öllu því sem skápurinn geymir. Veltu fyrir þér hvenær þú notaðir síðast hvert og eitt stykki. Hentu eða komdu fyrir í geymslu því sem meira en sex mánuðir eru síðan notað var. Næst er gott að raða saman hlutum sem eiga saman. Hugsanlega er hægt að koma þeim fyrir í körfum eða plastbökkum. Þurrefnum á borð við hveiti, pasta, mjöl og fleira er gott að koma fyrir í gagnsæjum ílátum.

3. Þrífðu skápinn vandlega. Stundum hefur eitthvað lent ofan í skápbotninum og skilið eftir sig för. Hægt er að nota ræstikrem eða blöndu af borðediki og matarsóda. Blandan er 2 tsk. af matarsóda út í 1 bolla af ediki, sett í úðabrúsa og fyllt upp með vatni. Blöndunni er síðan úðað á yfirborð hlutarins sem á að þrífa og strokið yfir með þurri tusku. Ef mikil eða föst óhreinindi eru á staðnum er gott að láta blönduna bíða nokkrar mínútur áður en tuskan er notuð.

Hver skápur og skúffa ætti að hafa ákveðið hlutverk. Til að auðvelt sé að ganga að öllu sem vantar þegar það vantar er gott að hafa bakstursáhöld á einu stað, eldunaráhöld á öðrum og tæki sem notuð eru sjaldan ættu að hafa sinn stað.

4. Þegar kemur að kryddskápnum er gott að nota tækifærið til að skoða síðasta söludag á krukkunum. Krydd geymist vel en bragðið dofnar með tímanum. Hægt er að nota útrunnið krydd en hafa þarf í huga að meira þarf af því en hinu sem ekki er komið fram yfir daginn.

5. Hver skápur og skúffa ætti að hafa ákveðið hlutverk. Til að auðvelt sé að ganga að öllu sem vantar þegar það vantar er gott að hafa bakstursáhöld á einu stað, eldunaráhöld á öðrum og tæki sem notuð eru sjaldan ættu að hafa sinn stað. Hið sama gildir um matarskápana. Allt er tilheyrir bakstri ætti að eiga sína hillu og hið sama gildir um hráefni til matargerðar. Þá er gott að eiga nóg af þægilegum ílátum sem auðvelt er að raða saman og hverju ofan á annað.

6. Farðu reglulega í gegnum leirtausskápana og veldu úr staka bolla, könnur, diska eða föt sem lítið sem ekkert eru notuð. Þessu má koma í endurvinnslu í Góða hirðinum eða annars staðar.

7. Hafðu ævinlega í huga að ef hlutur hefur ekki verið notaður í sex mánuði eða meira er hann líklega óþarfur. Ekki halda í eitthvað sem þjónar engum tilgangi en tekur pláss í skápunum.

Það er gott að sortera reglulega matreiðslubækurnar og uppskriftir heimilisins.

8. Sorteraðu reglulega matreiðslubækurnar og uppskriftir heimilisins. Að geyma allt er óþarft, allir eiga sínar uppáhaldsuppskriftir og til að spara pláss er gott að geyma slíkt en skipta hinu reglulega út.

9. Það er gott að endurnýta en óþarfi að þvo allar glerkrukkur og plastdalla og geyma. Enginn hefur þörf fyrir allt þetta. Hentu eða farðu með í endurvinnslu allt sem er umfram það sem þú þarft

10. Vaskaskápurinn verður óhreinni en aðrir skápar, sérstaklega ef þar er ruslafata eldhússins staðsett. Hann verður að þrífa minnst vikulega. Margir gera það mun oftar. Þar er gott að geyma allar hreinsivörur heimilisins. Til að spara pláss og auka skipulagið er gott að kaupa plastbakka eða grindur og raða í eina baðherbergisvörunum, í aðra eldhúshreinsiefnum og í þá þriðju sápuefnum fyrir önnur herbergi. Með því móti eru þær mjög aðgengilegar þegar á þarf að halda.

Texti / Steingerður Steinarsdóttir

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira